Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 17
heimsóttu hana, Aþenubúar sýndu henni alls konar sæmd og reistu henni líkneski á Akropolis. En við Actium á vesturströnd Grikklands hrundi allt til grunna síðdegis 2. september árið 31 f. Kr. Sagnriturum hefur aldrei komið saman um, hvað kom fyrir í þessari iirslitaorustu — hvers vegna Antoníus, sem hafði miklu sterkari her, valdi aflraun á sjónum, eða hvers vegna Kleópatra setti upp segl, þegar orrustan stóð sem liæst og enn var óvíst um úrslit hennar, og stefndi til Egyptalands með hin 60 herskip sín, eða hvers vegna Antoníus yfirgaf hinn mikla her sinn og sigldi burt ásamt henni. Þegar Kleópatra var komin heim aftur, og fréttin um ósigurinn mikla barst út, virti hún allar óánægjuraddir að vettugi. Hún reyndi að styrkja tengslin við nágranna- löndin og tók að flytja flota sinn frá Mið- jarðarhafinu til Rauða hafsins — fjar- stæðukennt áform, sem hafði það í för með sér, að draga þurfti skipin margar mílur yfir eyðimörkina. Þegar Octavíanus nálgaðist með hersveit- ir síar, og landamæravirki Egyptalands gáf- ust upp fyrir honum, var Kleópatra kyrr í Alexandríu og bjóst annað hvort til þess að hefja samninga eða smiast til mótspyrnu. En þegar árásarherinn nálgaðist borgina, flúði floti og riddaralið hennar af hólmi. Antoníus framdi sjálfsmorð. Kleópatra féll lifandi í hendur Octavíanusar. Hún var sett í gæzlu og fékk að vita, að börn hennar yrðu drepin, ef hún fremdi sjálfsmorð. Þó að Octavíanus héti henni vægri með- ferð, hafði Kleópatra fulla ástæðu til þess að halda, að hún mundi hljóta sömu örlög og aðrir konunglegir fangar, sem höfðu ver- ið dregnir hlekkjaðir í sigurförinni eftir götum Rómaborgar og síðan teknir af lífi. Hún var stórlát til hins síðasta og þóttist hafa látið af öllum hugsunum um sjálfs- morð. Hún fékk leyfi til þess að vitja graf- ar Antoníusar, og þegar burðarstóll hennar var borinn um göturnar, tókst henni aug- ljóslega að komast í samband við nokkra af liinum tryggu fylgismönnum sínum. Hún sneri aftur til hallarinnar, fór í bað, snæddi hátíðamat og klæddist Venusar-búningi. Um það sem síðar gerðist, vitum við aðeins, að rómverskir liðsforingjar fmidu hana látna, þegar þeir brutust inn í herbergi hennar. Sögusögnin segir, að drottningin hafi látið eiturslöngu bíta sig, og hafi henni verið smyglað inn til hennar í körfu með fíkj- um í. Þegar Octavíanus var fagnað í Róm var líkneski af Kleópötru dregið eftir götunum. og var slanga um annan handlegg þess. Þrjú börn hennar og Antoníusar voru neydd til þess að taka þátt í þessari niðurlægjandi sigurgöngu. Cæsarion hafði þegar verið tek- inn af lífi. Til þess að koma sér í mjúkinn sjá sigurvegaranum tóku skáld Rómaborgar að útbreiða goðsögnina um vonzku og saur- lifnað egypzku drotningarinnar — goðsögn, sem er við lýði enn þann dag í dag. Það er eins og töfrar ensku stúlkunnar hafi brætt allan myndugleika af þessum eftirlits- manni á Orly-flugvellinum í París. Asninn virðist vera ánægður með þessa fjóra riddara. HEIMILISBLAÐIÐ 237

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.