Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 14
Var Kleópatra svona? Algengasta hugmyndin um Kleópötru er sú, að him hafi verið egypk femme fatale, léttúðug daðurdrós, sem stytti sér aldur af ást til rómverska herforingjans Markúsar Antoníusar. Sú mynd er þó vafalítið röng. Að vísu réð Kleópatra yfir þessu ævaforna ríki, en það var ekki dropi af egypzku blóði í æðum hennar. Hún var grísk, af make- dónskukm ættum. Hin egypzka höfuðborg hennar, Alexandría, var jafngrísk og tungu- málið, sem talað var við hirð hennar. Upp- haf þeirrar konungaættar, sem hún tilheyrði, mátti rekja til Ptolemaiosar, eins af hin- um makedónsku hershöfðingjum Alexanders mikla, sem lirifsaði til sín völdin í Egypta- landi eftir dauða Alexanders og lét taka sig til kommgs. Hvað léttúð hennar snertir, er ekki nokk- ur vitnisburður til um það, að hún hafi liaft ástarsamband við aðra en Júlíus Cæsar, og þrem árum eftir dauða hans, við Mark- ús Antoníus. Og í báðum þessum tilfellum var ekki um lauslegt samband að ræða, lield- ur um langvarandi, opinbert ástarsamband, blessað af prestunum og viðurkennt sem hjónaband í Egyptalandi. Það er hlægileg hugsun, að hiin hafi verið fylgikona, sem hafi ginnt þessa menn í net sitt með alls konar klækjum til þess að táldraga þá. Cæs- ar, sem var meira en 30 árum eldri en hún, hafði átt fjórar eiginkonur og óteljandi ást- meyjar. Hermenn hans kölluðu hann „sköll- ótta kvennabósann“ og sungu vísu, sem réð öllum eiginmönnum til þess að læsa konur sínar inni, þegar Cæsar var í bænum. Mark- ús Antoníus, sem var 14 árum eldri en litla drottningin, liafði einnig orð fyrir að vera mikill kvennavinur. Og loks var það ekki af ást til hans, sem Kleópatra stytti sér ald- ur, heldur til þess að komast lijá því að verða fórnardýr nýs sigurvegara. Samt hafa sögusagnirnar um hana lifað Síðan bætti Mouflin við með ljómandi augum og elskulegu brosi: „Kæri vinur, þér getið trúað því, að ég hef haft gaman af að skrifa þessa bók. Hún lýsir hjónabandi, þar sem konan ræður öllu. Ég hef í langan tíma verið að gefa gaum að viðkomandi fólki. Ég get reyndar sagt yður, hver þau eru, því að þér þekkið þau ekki. Það eru reyndar Ducastel-hjónin, þér vitið, stjórnmálamaðurinn frá Torn. Ég hef hitt alveg í mark með lýsingu minni á þeim, og ég er mjög eftirvæntingarfullur að vita, hvort þau þekkja sig sjálf. Hann verður sjálfsagt bálvondur, ef svo verður. En hvað sem því líður, kemur þessi ádeilusaga niður á eiginmönnunum og minnir þá á, hvernig þeir eiga að koma fram. Það er góður lær- dómur fyrir alla konuþræla, og ég vonast til þess að hafa ekki erfiðað til ónýtis.“ Ég var steini lostinn yfir slíkum barna- skap og slíkri blindu og skorti á sjálfsgagn- rýni. Mouflin hafði notað sjálfan sig sem fyrirmynd án þess að hafa svo mikið sem grun um það. Ég varð aftur að dást að órannsakandi vegum forsjónarinnar, og ég tók hlýlega í hönd vinar míns um leið og ég skildi við hann. 234 HEIMILISBLAÐ If)

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.