Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 11
aðan gamla ferðasleðann hans, þann sem Ivik, faðir hans, notaði, þegar liann ferð- aðist með Knnd Rasmussen. Hann á líka gamlan ferðapoka, nógu stóran handa mörg- um konum, ef við viljum hafa fleiri með. 0, hvað við getum hlegið núna, þegar við erum komnir í húsaskjól, og allt hefur gengið vel. En livers vegna hafði farið’ svona illa fyrir Ólínu? Var því ekki þannig farið þarna norður í Thule, að kona, sem gæti eignast barn, væri eftirsóttari en nokkur önnur kona? Helena kinkuði kolli. „Jú, einu sinni forðum daga ...“ „En núna?“ Ungu mennirnir á staðnum höfðu byggt sér æskulýðshús, þar sem þeir reyndu ■— nú, já, að lifa eins og veiðimenn. Ólína var ráðskona hjá þeim, gætti veiðinnar fyrir þá, bjó til matinn handa þeim, sútaði skinn- in þeirra og í stuttu máli lifði sama lífi og þeir. „En vildi enginn þeirra giftast henni?“ Helena liristi höfuðið. „Imerak — ef til vill!“ Ruglingslegar hugsanir þjóta um hugann. Jólin — barn sveipað í tuskur — móðir ... Nei, ég er of þreyttur. Ég sofna á set- bekknum, þar sem ég hef lagt mig. Næsta dag látum við hundana hvíla sig, höggvum hmidafóður, mötumst sjálfir, reykjum ósköpin öll af tóbaki og undirbú- um ferðasleðann. Næsta dag er lagt aftur af stað. í þetta sinn verðum við að reyna að aka beina leið. Gídeon fylgir okkur upp eftir lágum jöklinum fyrir handan hinn mikla höfða Kap York. Hann lánar okkur tvo aukahunda og lirópar á eftir mér nýtt auknefni, þegar hann snýr heim á leið: „Nakorsinguak!“ Það á víst að þýða eitt- hvað í áttina við „kæri litli læknirinn“. Jes þykir ekki leitt að hafa konu á sleð- anum. Honum finnst, að við verðum þá að ixtbúa te svolítið oftar. Sleðabrautin hér er dásamleg. Ef við hefðum ekki haft tunglið lýsandi á ísinn og landslagið eins og það var, hefðum við getað lialdið, að við værum á tunglinu. Stundirnar liðu, kxildinn læðist inn í okk- ur aftur. Við verðum allþögulir, skiptumst sjálfkrafa á að sitja og hlaupa, skera tóbak, stanza og greiða úr ólunum, kveikja á prím- usnum og útbúa te. Ólína ein liggur að hálfu leyti og situr að hálfu leyti í djúpa svefnpokanum sín- xim, drekkur teið sitt, etur kexið, sem við bjóðxim henni, reykir vinndlingana, sem við vefjum haxnda henni, en hxin segir ekki neitt. Þrír Eskimóar og einn hvítxir mað- ur, sem varla skilja hver annan. Þrír karl- menn og móðir, sem þekkir ekki örlög sín. Ég sit alveg samansiginn af þreytu og kulda, þegar ég heyri allt í einu hljóðið kunnuga frá sleðameiðxinum, sem renna eft- ir sléttum ís. Við hljótxxm að vera komnir að litlu rigningarvatnstjörninni rétt áður en ekið er niður af upplandsísnxim. Jes lætur sleðann renna í hring, er hann stöðvar hxinda sína. Hann brosir aftur út xindir eyru. Nú eru aðeins þrír—fjórir klukkutímar eftir. Það er tími til þess að fá sér síðustu máltíðina, almennilegt soðið kjöt. Við borðum með vasahnífxmum okkar, og fingur okkar eru xindarlega stirðir og digrir. Indælt selkjöt, gjöf frá Gídeon, stór- veiðimanninum á Kap York, lianda lækn- inum. l Það er brunað niður eftir á ofsahraða. Landslagið, jökullinn, allt hverfur í snjó- inn, sem þyrlast upp, hundgá og svipu- smelli. Ég finn allt í einu, að það er hlýtt. Mér finnst að minnsta kosti, að það sé hlýtt — svo indælt, að ég verð að taka niður loðskinnshettxma mína. Sveittir og hlæjandi sveiflumst við yfir ísbrúnina. „Kiak! Kiakdor! Hvílíkur hiti!“ hrópar Jes til hjúkrxmarkonxmnar, sem tekur á móti nýja sjúklingnum. Já, svona einkenni- lega getur það farið. Uppi á hálandsísnum hefur ef til vill verið 50 gráðu frost, en hérna niðri, þar sem menn taka á móti þeiin, sem eru að koma heim, skjálfandi af kulda, eru aðeins 35 gráðxir. Það er blátt áfram þægilegt. „Þú hefur komizt í tæka tíð?“ spyr Hans og þrýstir hönd mína. „Já,“ svara ég. „Ég næ líka í gamlaárs- kvöldið lijá þér!“ HEIMILI8BLAÐIÐ 231

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.