Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 28

Heimilisblaðið - 01.12.1971, Blaðsíða 28
um stundarsakir, því var nú betur,“ sagði marskálkurinn. „Gilbert bróðir minn var ágætis maður og því útskúfaði hann „lót- usblóminu“, áður en það var um seinan.“ „Við höfum enga fullnægjandi sönnun fyrir því, frændi.“ „Fullnægjandi sönnun, Raoul ? Hún ligg- ur yfir í hvítu stofunni í dýrgripaskrín- unni, sem því miður var ráðist á svo ill- girnislega í gær. Eg þarf því að minna þig á að þti síðast í gær sást og rannsakaðir það, sem Gilbert frændi þinn skrifaði síð- ast allra orða og ekki verður hrakið?“ „Er það eina skjalið, sem þú hefur við að styðjast í því efni?“ spurði Mainan stutt- aralega, og blóðið hafði þotið fram í andlitið á lionum við þá árás, sem gerð hafði verið á Líönu. „Já, það er það eina sem til er; en hvað gengm- að þér, Raoul? Ég veit þá ekki liverju má fara að treysta hér á jörðunni, ef það ekki er eiginhandar undirskrift deyj- andi manns.“ „Hefur þú séð hann skrifa það, frændi?“ „Nei, ekki ég — því ég var veikur. En ég get leitt fram mann, sem með góðri samvizku getur svarið, að hann hafi séð frænda þinn skrifa það staf fyrir staf. Það er ljótt að hann skuli vera farinn til bæj- arins fyrir svo sem klukkutíma síðan. Þú hefur reyndar upp á síðkastið komið dálítið kynlega fram gegnvart hirðprestinum okk- ar, en ...“ „Kæri frændi,“ svaraði Mainan, „þetta flokksvitni tek ég ekki gilt, hvorki hér né fyrir réttinum. Ég get vel trúað því, að háttvirtur hirðpresturinn sé reiðubiiinn að sverja — já, og það sáluhjálpareið upp á það, að hann hafi difið pennanum ofan í fyrir hinn deyjandi mann — því ekki það? Ég var ekki viðstaddur, þegar frændi minn dó, en þar eð ég var meðerfingi að hans miklu eignum, liefði ég átt að vera miklu varkárari, og alls ekki átt að viður- kenna þær ráðstafanir, sem aðeins voru byggðar á ofurlitlum bréfmiða, og engir vit- undarvottar voru að. Þegar svo stendur á, á maður eingöngu að halda sér við þann eina leiðarvísir, sem öruggur er: lögin.“ „Jæja, vinur minn,“ sagði marskálkur- inn og hneigði sig — hann var orðinn ískyggilega órólegur. „En segðu mér, undir haða lagavernd stendur konan í indverska húsinu? Híin var eklti eiginkona bróður míns, og það er engin vottfest erfðaskrá til, er heimili henni svo mikið sem einn munn- bita eða einnar nætur lnisaskjól hér á Sehön- werth. Ef við liöfum ekki farið eftir lög- unum hvað þetta snertir, þá erum við ekki skyldir til að fylgja þeim hvað arfinn snert- ir heldur.“ „Þetta á víst að vera rökfræði, frændi? Og eigum við þá að liafa rétt til að fara eftir ósk deyjandi manns, sem við vitum ekki fyrir víst hvort er sönn, af þeirri ástæðu, að við höfum breytt eins og mis- kmmarlausir liarðjaxlar við þessa munað- arleysingja? En setjum nú svo, að Gilbert frændi hafi í raun og veru skrifað bréfið og útskúfað indversku konunni í þeirri trú, að Gabríel væri ekki sonur hans, livaða rétt hafði hann þá til að ákveða um ævistarf drengs, sem ekki kom honum við að neinu leyti ?‘1 Mainan sagði þetta hátíðlega og með al- vöru, enda varð steinhljóð í salnum á eftir. „Viltu gera svo vel og útlista þetta bet- ur fyrir mér? Þú veizt að ég er gamall og er ekki eins fljótur að átta mig á öllu eins og ég var, og allra sízt þessum nýmóðins byltingakenningum,“ sagði marskáíkurinn — hann teygði iir sér drembilega, og nú þurfti hann ekki lengur að styðja sig við hækjiína. „Með ánægju, kæri frændi. Og ég skal ekki vera langorður. Gabríel skal hvorki verða munkur eða trúboði — —“ Mainan þagnaði og gekk hratt til frú Schön, sem allt í einu riðaði á fótunum og hné niður, eins og hún liefði fengið slag, en Líana var þegar buin að taka hana í fang sér og lét hana falla niður á stól. „Eruð þér veikar, frú Schön?“ spurði hann og laut yfir hana. „Veik! nei, það er nú öðru nær, mér hef- ur aldrei liðið betur á ævi minni,“ sagði hún titrandi af geðshræringu, og vissi ekki hvort hún ætti heldur að gráta eða hlæja. „Mér finnst allt hringsnúast í kringum mig, og mig furðar mest á því, að liimininn skyldi ekki detta ofan í höfuðið á mér.“ Marskálkurinn leit á hana nístandi aug- um. Jafnvel þó gremjan og reiðin syði niðri í honum, gat liann ekki þolað að ein af 248 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.