Heimir - 01.02.1905, Qupperneq 8
32
H E I M I R
Þegar óhöpp eöa slys ber a'ö höndum, þá er fyrsta hugsun
villimannsins sú, aö þetta sé af völdurn illvætta, sem einhver
fjandmaður þess, er fyrir slysinu varö, hefir á valdi sínu, og er
það eigi óskylt okkar gömlu trú um „sendingarnar" o. s. frv.—
Af þessu leiöir, að starfi töframannsins er eigi aö eins sá, að
ráða bót á slysum, heldur og aö koma upp um manninn, er
gjprningunum veldur. Meö þessu er lyfjamanninum fengiö mik-
iö vald í hendur, sem hann getur hæglega misbeitt. Enda hefnir
hann sín oft á fjandmanni sínum meö því, aö benda á hann setn
töframann, og kostar hinn þaö jafnaöarlegast lífiö. Eiginleg fjöl-
kyngi eða galdur fer því mjög leynilega, og er alls ekki títt um
hönd haft. En nærri má geta, hvernig þessi galdur þeirra er,
eftir hinum heimiluðu töfrum að dæma.
Framh.
Framþróun.
&
Rís nú frelsis röðuls dísin
rósbjört upp úr tírnans ósum.
Vakir feigð aö fjalla baki.
Fellur vanans norn úr elli.
Gljár í sporurn genginna’ ára
goðöld ný meö þekking boðuÖ.
Sveitum í er orðin breyting:
Uxar jafnvel læra’ aö hugsa;
augum rennir upp frá haugum,
orpnum heimsku, löngu skorpnum,
siöuö þjóö í sátt og íriði,
sannleikann til fulls aö kanna.
Giljum í og gljúfur hyljum
grímuklæddir dvergar hýma,