Heimir - 01.02.1905, Blaðsíða 21

Heimir - 01.02.1905, Blaðsíða 21
H E I M I R 45 Ýmislegt. Sú frétt kemur í Islands blööunum, aö trúmálaritiö „Veröi Ljós" sé hætt aö koma út. Þaö er búiö aö standa nú í níu ár, og sýnist þaö undarlegt, aö þaö skyldi þurfa aö sofna út af eftir allan þann tíma. Það er aö mörgu leyti skaði, aö útgefendurnir skyldi ekki sjá sér fært, aö halda því áfram eöa þá efna til ann- ars meira rits, er meöhöndlaði kyrkjumál Islands. „Veröi Ljós" var aö mörgu leyti frjálslegt blaö, og þaö eru víst allir á því, að stefna sú, er þaö tók í biblíurannsóknarmál- inu, væri í alla staði heppileg. Þaö er ekki lengur hægt aö berja frain blákalt ýmsan kreddulærdóm, er öldin og öll komandi ei- lífð er horíin frá,— ekki fyrir ærlega og frjálshugsandi þjóö- kyrkjumenn. Enda væri þaö hnekkir allri framför, að kenna þvert á móti því, sem menn vita sannast og réttast. Aö ganga á bug samvizku og betri vitund, er ekkert guðsþakka verk, og hver sem þaö gjörir, er ekki aö prédika „gleðiboðskap", heldur er hann aö kippa fótum undan ærlegheitum og drenglyndi fólks, sem er sorglegt níöingsverk. Nú fyrir nokkru héldu íslenzkir stúdentar Kaupmannahafn- ar háskóla fund meö sér, er ræddi um mál snertandi ísland. Á þeim fundi var sú yfirlýsing gjörð, aö fundurinn væri eindregið með algjörðum aöskilnaði ríkis og kyrkju á Islandi, og jafnframt ákvaö aö birta þá yfirlýsingu opinberlega í blöðunum. Til þessa hafa Hafnar sveinar sjaldan farið í felur með skoöanir sínar, né lagt það til mála, er íslendinguin hefir verið til ógagns eða ó- frelsis. Þótt þeir sé í Danmörku sjálfri, hafa þeir ekki orðið svo heillaöir af útlenzkunni, að þeir hafi algjörlega skafiö ísland út úr huga sínum. Gleðilegt væri, ef skólamenn vorir hér vestra fylgdist aö einhverju leyti meö í sömu átt,—að þeir sýndi meira, en hingað til heíir raun á orðið, að um leið, og þeir þroskuöust að anda og sannleika, yxi þeir aö sama skapi að menningu og sjálfstæði, og væri ekki svo nauðulega staddir, að til þess, að fá varist yfirliði, verði þeir jafnan að bera þefhylki almenningsálitsins íbarmisér.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.