Heimir - 01.02.1905, Síða 23
H E 1 M I R
47
stuttlega getiö. Meö áramótunum var ákveöiö aö stækka blaö-
iö er svaraöi þriöjungi, en fækka tölublööum aö þvf skapi, svo
að sömu 18 arkirnar væri gefnar út á ári eftir sem áöur, en að
eins eitt númer á mánuði hverjum. Þá þótti og tilhlýðilegt, aö
gjöra árgangaskifti meö áramótunum. Kaupendur, sem gjörð-
ust áskrifendur með byrjun útkomu blaðsins, fá þaö til fyrsta
júlí næstk. fyrir $1.00, eins og um var samiö, og þeir sem gjör-
ast kaupendur þessa árgangs (II.) fá hann allan til ársloka 1905
fyrir $[.00. Verðiö er ekki fært upp og áskrifendagjaldið miö-
að við 18 arkir, hvað sem áraskiftum eða árgangaskiftum líður.
Enn þá vildum vér minna útsölumenn þá og kaupendur á,
sem engin skil hafa gjört oss enn þá, að tírninn er koininn, er
vér förum aö þurfa á öllu því aö halda, er blaöinu ber. Enn
fremur væri þaö vinabragð í vorn garö, að þeir, sem málefnum
Heiinis eru hlynntir, vildi útvega nýja kaupendur að þessum ár-
gangi. Hver kaupandi Heimis getur fengiö einn áskrifanda, ef
hann vill, án mikillar fyrirhafnar. Þaö trj'ggði framtíð blaös-
ins um ókominn aldur, hversu sem móti því væri unnið. Þaö
myndi ekki kosta mörg ómök hvern, en spara útgefendunum
stórmikiö verk, er þeir fá naumast komist yfir.
Nýir kaupendur að II. árgangi fá allt þaö, sem út er kornið
af ritinu, og annaö þessara tveggja rita síra Björns sál. Péturs-
sonar „Þrenningarlærdómurinn" og „Katekismus Unitara", fyrir
$1.35, eöa II. árgang Heimis og bæöi ritin meðan upplag þeirra
hrekkur fyrir $1.00. Eða Heimir frá byrjun til ársloka 1905
fyrir $1.25. Einnig nýir kaupendur aö báöum mánaðarritunum
Heiini og Freyju fá þau bæði fyrir $1.50, ef pantanir eru sendar
á skrifstofu annars hvors blaðsins, og peningar fylgja. Útsölu-
mönnum er borgað 20 prct. sölulaun, ef borgun fylgir, en til
þeirra, er bæöi blöðin taka fyrir þetta niðursetta verð, veröa
engin sölulaun greidd. Vér vonum aö kaupendur meti þessi
tilboö og greiði fyrir útbreiöslu Heimis, sem mest þeir mega.
Heimir", 785 Notre Daine, Wpg.
eða
555 Sargent Ave. Wpg.