Heimir - 01.02.1905, Qupperneq 24

Heimir - 01.02.1905, Qupperneq 24
48 H E I M I R Daggardropinn. $p . r (EFTIR MICHELSEN, þÝTT AF G. Á.) j /oÝ'ýtf). /jÝ ■; Það var á fögrum sumarmorgni. Eg sá þrjá bræður ganga út að hafinu, til að sjá sólarupp- komuna. Þeir leiddust og töluðu vingjarnlega saman. Vegurinn út að hafinu Iá yfir hæð eina. Þar urðu bræðurnir að ganga hver á eftir öðrum, því gatan var mjó. Þá rann sólin upp. Bræðurnir sáu ekki sólina sjálfa, en þeir sáu Ijóma hennar yfir hæðarbrúnina. Þar var rósarunnur, og á einni rósinni hékk daggardropi, er endurspeglaði hina uj>p- rennandi sól. — Og daggardropinn glitraði, eins og hann væri sjálfur ofurlítil sól. Hrifnir af sjón þessari stóðu bræðurnir grafkyrrir. „Nei", hrópaði einn þeirra, „sjáið þið, hvað daggardropinn glitrar fallega, hann er blár eíns og —" „Þér skjátlast, kæri bróðir", greip annar fram í, „drojjinn er alls ekki blár, hann er rauður eins og fegursti roðasteinn. „En kæru bræður, hvað er í augunum á ykRur?" sagði hinn þriðji, „dropinn er hvorki blár né rauður, hann er gulur." Af því að bræðurnir stóðu sinn á hvorum stað, þá sáu þeir mismunandi litbrigði í dropanum. En það skildu þeir ekki-- því miður!— Og þarna stóðu þeir kyrrir, og hver um sig hélt því fram, að hann sæi rétt. Þeir gleymdu hinni upprennandi sól og mik- illeik náttúrunnar, og deildu— um dropann. Og deilan harðnaði og harðnaði, og bróðurkærleikurinn minnkaði og minnkaði. Ef bræðurnir hefðu hreyft sig að eins lítið eitt til, mundi sannleikurinn hafa orðið þeim auðsær. En þeir stóðu kyrrir, og þeir standa enn kyrrir og deila— og deila— um dropann. HEIMIR er gefina út af nokkrum íslendingum 1 Amerlku; kemur út 12 sinnum ú úri og kostar $ 1 úrg. — Útsendingu og innlieimtu annast Björn Pótursson, SSS Sargent Ave. Utanúskrift til ritstjórnar blaösins er: Heimlr, 785 Notre Daine Ave. Wlnnpeg Man. Ritstjóri slra Rögnvaldur Pétursson, Winnipeg. Prentari: Gísli Jónsson, 656 Young st. Winnipeg Man.

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.