Heimir - 01.08.1907, Qupperneq 2

Heimir - 01.08.1907, Qupperneq 2
5° H E I M I R Geyrn ei að Haralds dæmi það ið dauða. Hann dró að greftra Snjófríð’r sinnar ná.' Og trú þú ei, aö bærist blóðið rauöa I brjósti líks, og hjartað finnist slá. Því það, sem dautt er, lifnar aldrei aftur, Og alt, sem dautt er, hverfi’ í duftið, því Að hlutverk þess, ið eina, innir kraftur Ins unga frjómagns nýjum gróðri í. En þennan lyga lífsleik með þaö dauða Þú leikiö hefir jafnt í fjölmörg ár. Þín æskusynd er það og þáttur nauða, Og þaðan stafa mun þitt sjúkdóms fár í framtíð þinni.—En þann öðrum fremur, Sér ætlar hefnd, og tíföld slær hún þann, Sem þjóðin setja fremst í fylking vann, En hundraðföld hún loks í koll þér kemur. Vér dýrkað höfum kynslóð allra öfga, Og undurskrauti hlaðið dauða tíð, Og minniriganna hallir vopna höfga Til hugarléttis veslum dvergalýð. Og fornri hreysti lof í ljóð var sett; Oss láðist hitt, því slíkt var meiri þarfi : Að spyrja oss sjálfa hvort það muni rétt, Sá handarlausi taki þar við arfi. Nú fellur kyrðin lognró yfir landið, Og loftsins mollur gufa’ að fjallaskör. Það er sem slægsráð seið og svikum blandið Sé sett og grópað inn í þjóðlífskjör. Sem hnípinn fugl við sorta sólna bauga Eg sé hve drúpir þjóð við ráðin vönd; En mergur þornar, magnið doðnar tauga, í miðdagshúmi gránar fell og strönd.

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.