Heimir - 01.08.1907, Síða 7

Heimir - 01.08.1907, Síða 7
H E I M I R 55 úherzla verið lögð á sálarfræðina. Sérstaklega hefir sálaifrað- in í sambandi við trúarbrögðin verið geið að rannsékr.arefni af ýmsum nafnkendum fræðimönnum, eins eg t. d. prófessor W. James og mörgum öðrum. Við þaö hefir athygli flestra frjáls- fyndra manna dregist meira og meira að breytiþrórninni í tiú- arbrögðunum og trúarreynslu manna yfir höfuð. Sálarfraðis- rannsóknirnar sy'na, hvernig trúarbrögð hvers einstaklings út af fyrir sig breytast og þroskast, eftir því sem hið andlega líf hans tekur framförum. Eftir því sem sálarlíf einstaklingsins veiður auðugra og hugsun hans yfirgripsmeiri, eftir því verða trúar- brögð hans frjálsari og minna bundin við utan að komandi og innrættar trúarkreddur. Að vísu er það að eins þar, sem ein- hverjir mögulegleikar eru fyrir hendi, að trú einstaklingsins geti þroskast; það er að segja þar sem vissum viðteknum skoðuni m er ekki leyft að hafa svo algjört vald yfir hugsun einstaklings- ins í þeim efnum, að hans eigin skoðanir komi aldrei fram.— Vísindaleg sálarfræði kennir oss, að barnið hafi enga trú til að byrja með, fremur en það hefir þekkingu eða tilhneigingu til nokkurrar vissrar afstöðu gagnvart því, sem það sér í kringum sig, frá byrjun tilveru sinnar. Gömlu „intuitionalista" kenning- unni um meðfæddar hugmyndir hefir verið kollvarpað af hinni vísindalegu sálarfræði, sem eingöngu styðst við rannsóknir. Samkvæmt henni er barnssálin lík óskrifaðri pappírsörk, sem skrifa má á, hvað sem vera vill, alt eftir því hver áhrifin eru, sem barnið verður fyrir. Erfðatilhneigingar koma að vísu í Ijós fljótt og leitast við að setja sín einkenni á öll utan að kom- andi áhrif. En vér megum ekki blanda saman erfðatilhneig- ingum, sem eru meðfæddar, og svo kölluðum erfðakenningum, sem jafnan eru innrættar, eins fljótt og barniö er meðtækilegt fyrir þær. Sé þroski sálarinnar ekki heftur á neinn hátt, þá á eðlileg framför sér stað. Sú trú, sem fyrst er innrætt, breytist þá samkvæmt reynslu og hugsun seinni ára, sé hún í byrjun að einhverju leyti ósamkvæm því, sem maðurinn, þegar hann hefir náð fullum andlegum þroska, skoðar sannast og réttast. Sálar- fræðin kennir að eins um breytiþróun og framför trúarbragð- anna hjá hverjum einstökum manni. Til þess að sjá framför-

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.