Heimir - 01.08.1907, Page 9

Heimir - 01.08.1907, Page 9
H E I M I R 57 einhver andleg vera, sem er trúaö aö búi í honum, sem er til- beöinn, er ekki altaf Ijóst, en vafalaust er þaö oftast hluturinn sjálfur, sem tilbeöinn er, og er álitinn aö vera gæddur einhven- jum öfium eöa eiginlegleikum, er hafi áhrif á og vald yfir lífi manna á einhvern hátt. Næst kemur trú á anda. Alt þaö, sem hin mjög takmarkaöa þekking manna á þessu stigi getur ekki gert sér grein fyrir, er trúað aö sé af völdum ósýnilegra anda, sem heimurinn er fullur af. Þessi andatrú verður til ann- aöhvort þannig.aö við það aö sjá aöra deyja, sjá lífsaflið hverfa burt úr líkamanum, trúa þeir, sem eftir lifa, aö þaö sem yfirgaf líkamann, haldi áfram aö lifa ósýnilegt í kringum þá; eöa þá aö viö þaö aö veröa var við hulda krafta í náttúrunni, er ályktaö, aö þeir hljóti að vera af völdum ósýnilegra vera, er búi á viss- um stööum. Þessi trú á anda, hvort sem þaö eru andar franr- liðinna eða einhverjar aðrar andlegar tilverur, er lægra stig af fjölgyöistrú (polytheism) og er kölluð trú á marga anda (poly- demonism). Smám saman veröa andarnir færri, og í staðinn fyrir þá koma náttúruguöir. Fyrst, áöur en menn læra aö þekkja sambandið á milli eins náttúruafls og annars, eru guð- irnir svo aö segja á hverju strái. Hver á og hvert fjall og jafn- vel tré hafa sinn guö. Þegar þekking manna á náttúruöflunum eykst, fækkar guðúnum, og jafnframt því veröur persónugerfi hvers guös óákveðnara. Stormguöinn og sævarguöinn eru jafnframt því sem þeir eru persónulegar tilverur, einnig skoö- aöir sem stormurinn og sjórinn í sjálfu sér. Þetta er hin veru- lega fjölgyðistrú, eins og vér sjáum hana í hinum fornu trúar- brögöum Grikkja, Rómverja og Noröurlandabúa, og einnig í hinum eldri trúarbrögöum Forn-Indverja. I öllum fjölgyöis- trúarbrögðum er einn guðinn geröur æöstur allra guöa og jafn- framt hinn elzti forfaöir hinna guðanna, alfaöir. Hinir guöirn- ir veröa þá óæöri og máttarminni heldur en þessi eini. Hér er fyrsta sporið í áttina til eingyöistrúarinnar, þó afarlangt sé frá þessu fjölgyðistrúarstigi til hreinnar eingyðistrúar. Framförin er ekki hin sama alstaðar. Breytiþróunin starf- ar ekki alstaöar eins, heldur hagar sér að nokkru leyti eftir hin- urn ytri kringumstæöum. Alveg eins er því variö meö þroska

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.