Heimir - 01.08.1907, Side 17

Heimir - 01.08.1907, Side 17
H E I M I R 65 óbreytt—og séu þá aö eins rétt— þó alt annaö breytist. Þeim ferst líkt og manni þeim, sem vildi búa til nýjan streng og heföi einn þáttinn gamlan, vegna þess aö einhver hefði einhvern tíma sagt, aö sá þáttur væri óbilandi. En reynslan mundi kenna bonum, aö allir þættirnir þörfnuðust endurnýjungar við. Enginn hugsandi maöur eöa kona getur svo veriö, aö gera sér ekki grein fyrir eöli trúarbragðanna. Það er hægt að gera þaö á tvennan hátt, þaö er hægt aö taka þá útskýringuna, sem fyrst býðst, og láta hana síöan duga, hver svo sem hún er; og flestir fylgja þeirri aöferöinni. Þaö er líka hægt aö leita út- skýringarinnar sjálfur, aö nota eigin hugsun til þess aö komast í skilning um hið sanna í þessu efni. Afleiðingarnar af þessum aöferöum eru auösénar. Enginn, sem lætur sér nægja fyrstu útskýringu, kemst lengra heldur en hún nær, sé hún röng verð- ur hans skoöun líka röng. Hann lætur rétttrúnaðar glamuryrö- in villa sjónir fyrir sér. Hinn, sem leitar útskýringarinnar sjálf- ur með aöstoö þeirra manna, er hiö sama hafa gjört á undan, kemst að eins réttri niðurstööu og hann er fær um. Þaö stend- ur rétt á sama, hvort hún er sú bezta, sem til er eöa ekki, ef hún er það bezta, sem einstaklingurinn getur gert, meö þeim skilningi, er honum hefir verið gefinn, þá sannarlega hefir hann gjört alt, sem í hans valdi stendur, til aö komast að réttri nið- urstööu. Og er það ekki sú réttasta niðurstaða? Er ekki „ljós- ið, sem býr í oss sjálfum", bezti leiöarvísininn, þegar allt kem- ur til alls? Sá, sem því trúir, skilur óneitanlega mikinn sann- leik í sínu eigin lf.fi, nefnilega framþróunarlögmálið, sem þar starfar, sé því leyft að starfa. Og að skilja þroskunina í sínu einstaklingslífi, er aö skilja hana alstaðar um allan heim, þaö er aö sjá framförina,þróunina, til betri og hærri tilveru í mann- lífinu og öllum þess stofnunum, og ekki hvað sízt í trúarbrögð- unum, sem hafa svo afarmikla þýöingu fyrir mannlífsheildina á öllum tímum. GuSm. A rnason.

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.