Heimir - 01.08.1907, Qupperneq 19

Heimir - 01.08.1907, Qupperneq 19
HEIMIR 6 7 guö og nienn .eru í ósátt út af atburði, er aldrei átti sér stað (syndafalli), og því menn þurfa að friðþægjast fyrir synd, er þeir aldrei drýgðu, og hversu hægt sé að sameina hugmyndina urn tilveru þessa guðs og. náttúrunnar, fyrst hvorugt er öðru skylt, eftir því sem millibilsguðfræðin kennir. Það er ekki hægt að veikja trú manna á tilverunni, hennar virkilegleika. Þessi heimur vor er of áþreifanlegur og augsýni- legur til þess. Menn og dýr, jurtir og skógar, sól og tungl, dag- ur og nótt, hiti og kuldi—allar hinar margvíslegu myndbreyt- ingar tilverunnar, eru mönnum áþreifanlegur vottur um, að hún sé til. En það eru rnargir óvissari um það, sem þeir ekki sjá. Og fjölda rnargir sjá ekki guð og taka ekki eftir verkum hans. Það er því hægt að veikja trú manna á guði, og oss virðist, að óhjákvæmilega muni þessi millibilsstefna gjöra það, sem á eng- in fræði önnur um hann en þau, sem Móses hefir þeim kent, er eingöngu byggist á því, að hann hafi líka sagt þeim rétt frá um sköpun veraldar, sem þeir þó vetengja. Millibilsguðfræðin skilur því eftir eilíft djúp milli heimsins, eins og hún kennir hann, og milli guðs föður mannanna, eins og hún kennir hann. Og mynd sú, er millibilsguðfræðin bregð- ur upp, er líkust myndinni úr Harbarðsljóðum, þar sem Þór og ferjukarlinn kallast á yfir sundið: „Hverr er sá sveinn sveina, er stendr fyrr sundit handan? Hverr er sá karl karla, er kallar um váginn ?" Sannarlega lítil úrlausn á lífsins gátum ! —

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.