Heimir - 01.01.1908, Side 4
148
HEIMIR
Snemma mánudagsmorguninn, átítir en íullljóst var oiöip,
haföi safnast mannfjöldi mikill uti fyrir höllinni í Stokkhólmi.
þar á meöal skólabörn og námsmenn. Allir biöu þar hljóöir
úti í gráköldu morgunloftinu eftir fréttum frá herbergjum kon-
ungs. Um kl. 9 hné flaggiö yfir kastalanum í hálfa stöng.
Merkin þurftu ekki fleiri, konur.gurir.n var dáinn. Um alla
borgina hnigu flögg þegar í hálfa stöng og nokkrutn mínútum
síöar emnig í Kristjaníu í Noregi, Söknuöur og skaöi var sam—
eiginlegur ríkjunum báöum, er ekki gátu þó komiö sér saman
undir stjórn hans tveimur árum áöur.
Óskar var fæddur í Stockhólmi 2i.Jan. 1829 og hét fullu
nafni Óskar Friörik. Hann var yngsti sonur Óskars I. og sonar
sonur Bernadotte hershöfðingja. Langafi hans var lögfræðingur
bændaættar í Suöur-Frakklandi. Áriö 1859, 6. Júní, hélt Ósk-
ar brúökaup sitt til Soffíu Vilhelmínu Maríönnu Henríettu af
Nassau, en 18. Sept. 1872, viö dauöa Karls XV. bróöur síns,
tók hann viö ríkjum á noröurlöndum. AriÖ eftir, þann 21.
Maí, krýndu Svíar hann en Norömenn litlu síöar um sumariö
([8. Júlí) í dómkyrkjunni í Þrándheiini. Er hann andaöist haföi
hann veriö konungur Svía í 35 ár, en beggja ríkjanna í 33 ár,
því þaö var 1905 aö slitnaöi upp úr sambandinu milli Norö-
manna og Svía.
Eins og kunnugt er, voru ekki líkur til aö Óskar nati ríkj-
um á yngri árum sínurn, og varö því mentun har.s nokhuð víö-
tækari en annars, einkum þó í bókmentalega átt. Þó stundaöi
hann sjómenskufræöi og heræfingar, og 1S45 tók hann sjóliös-
foringja tign í sænska hernum, en nokkru síöar var hann skip-
aöur vísi-aömíráll. A þessum árum íeröaöist hann víöa i.m
Noröurálfuna kynti sér vel háttu annara þjóöa, iönaö þeiria cg
mentastofnanir, og kom sú þekking hans, er hann aflaði á þen'r.-
an hátt,sér mæta vel síöar eftir aö hann kom til valda Er þaö
einmæli aðhann væri víösýnasti.læröasti og göfugasti konungur-
inn á öldinni. Sjö tungumál talaöi hann eins og sitt eigið má),
og hafa erindisrekar Bandaríkjanna sagt það aö þeir hafi veigraö
sér viö aö bera fyrir sig sænsku, er þeir áttu tal viö konunginn,
eftir aö þeir heyröu hve vel honum mæltist á ensku.
ij