Heimir - 01.01.1908, Page 5
H E I M I R
149
í háttum og siðuin var Óskar tnjög alþýölegnr, og eru ótal
þjóðlegar sagnir aí því, hve lítinu greinaimun hann hafi gjört á
mönnutn en verið ástsæli af allri alþýðu. Kotn þar frant mað-
urinn en ekki konungurinn eins og í fieiru, því maðurinn Lar
jafnan hærri hlut yfir konunginum.
Auk ríkisstarfa gaf Óskar sig nijög að ýmsum fræðum og
mjög snemtna var hann álitnn einhver merkasti heitnildarmað-
ur fyrir ýmsum málum aðlútandi hernaði, enda reit hann mikið
urn landvatnir, heræfingar o.s.frv. Þó var hann friðelskur.
Lagamaður var hann mikill og réttsýnn. Var hann settur til að
gjöra út utn mál Bandaríkja manna og Englendinga eftir þræla- «
striðið, er reis út af ránum Englendinga á kaupförum Ameríku
manna meðan á stríðinu stóð. Þótti enginn til þess líklegri en
bændahöfðinginn á Norðurlöndum.
Ræðumaður þótti konungur vera t betra lagi, voru tölur hans
jafnan óbrotnar, skýrar og áhrifamiklar og kom hann orðum
sínum heppilega fyrir. Einkum var það þó sem skáld og rit-
höfundur að hann gat sér góðann oiðstír. Idafa sum rit hans
verið oft endurprentuð. Fyrsta Ijóðasafn hans kom út 1857 og
nefndi hann það „Ur Svenska Flottans Minnen", og var veið-
lattnað af Svenska Akademíinu. Ljóðabók þessi kcm út í þrið-
ja sinn 1885. A árunum 1875—6 komu verk hans út t heildar
útgáfu, endurprentuð 1879, en í alþýðlegri útgáfu voru þau gef-
in út í kring um 1881. Auk þess hafa ýmisleg kvæði og ritgjörð-
ir eftir hannkomið út á víð og dreif í tímaritum. Rit hans hafa
notið mikillar hylli meðal þjóðarinnar enda eru þau öll í hæsta
máta þjóðleg og anda þýðum viðkvamum en þungatniklum blæ
norræns huga.
Um hans tíð var algjört ritfrelsi á Norðurlöndum og þótt
ýmsar smásálir bæri sig einatt upp við konung yfir ýmsu er
norsku skáldin rituðu, einkum Kjelland, gjörði konugur lítið úr
því, kvaðst þekkja til þess að vandhæft væri fyrir skáld engu
síður en aðra menn að þóknast öllum og var ófáanlegur að setja
þeitn nokkrar skorður. Hefir hans tíð líka verið sú mesta blóma-
öld norrænna bókmenta og mun lengi í rninnum höfö. Því andi