Heimir - 01.01.1908, Blaðsíða 8
'52
HEIMIR
kva5 hann og sön ;. Frá þeirri hliö talaöi alsherjar-máli þjóö-
arinnár og „grát hennar og gleöi veik í gleöilag."
Hér vestra í bygöum vorum hafa einnig nokkrir tapast úr
lest, þó er það einn maður, aö andast hefir á árinu, er valdiö
getur óss sorgar ótal mörgurn. Sérstaklega þó vegna þess, hve
mikið meirt æfi hans heföi getað verið, hve miklu stærra dags-
verkiö. Vér erum öll eigingjörn og sjáum eftir því tapi, en svo
eru líka til tilfinningar er festa sig css viö hjarta, er vaktar hafa
verið við viðkynningu stórrar og göfugrar sálar. Og þær verða
næmastar, er inn á minninganna land er komið.
Einar Ólafsson var einn sannfæringar sterkastur Islending-
ur hér, ósérhlífnastu, djarfastur, stórlyndastur, íslenzkastur.
Ræðumaður var hann góður og sannsögull, djúpgreindur, fram-
gjarn, vinfastur en lipurmenni ekkert. Hann var góður dreng-
ur, tilfinningaríkur, og kom þaö best í Ijós við heimulega viö-
kynningu, og er ólíklegt aö hinir fáu kunningjar hans gleymi
nokkru sinni hinu þýða viðmóti hans, er jafnast gætti lítils út á
merðal almennings, né kvöldvökunum er þeir áttu meö honum.
Þá var hann ætíð mest hann sjálfur.
Hann var holdskarpur maður, meðallagi hár, einkennileg-
ur; líkaminn virtist aldrei mikill né ábærilegastur. Var oft
eins og hann breyttist í gagnsæjan hjúp, laus viö tíma og rúm,
er í einrúmi talið féll að málum þeim, er sál hans unni heitast.
—En þetta eru endurminningar, er fáir eiga og fáir skilja.
Maðurinn er dáinn, áriö liðna tók hann á burt. Og yfir höfði
hans ganga þeir nú, er hétu honum flestu en efndu fæst. Og
yfir leiðið hans, í grafreitnum á Gimli, breiöir nú báða vængi
sína söguburðurinn, er elti slóöir hans í lifanda lífi, frá munni
óvina og vöruin vina, er ekki unnu honum umgangs viö aöra
menn, umbreyttur að vísu, hjúpaður í aumlegnm orðasveim—
afsökun fyrir dauðsfalliö. Tárin fella lágviðir skógarins í kaldri
en tærri morgundögg.
Launin eru oft smá eftir langann dag, en enginn hefir hlot-
ið þau.minni en Einar Ólafsson. Og enn, í námunda við skot-
hljóðið, flýgur manni ósjálfrátt í huga, hve önnur hefði orðið
æfin, ef annað hefði verið umhverfið.