Heimir - 01.01.1908, Side 10

Heimir - 01.01.1908, Side 10
154 HEIMIR varnar, var hann allur kominn á land, og hljóp alstrípaSur ýlfr- andi og skríkjandi, meö fötin undir hendinni eithvað út í buskann. Á vetrin bjuggu „heldri drengirnir" sér til sleða- braut ofan af brekku í útjaðri borgarinnar. Var þá algengt, þegar sleði einhvers „heldri drengsins" var á mestri flugferð, að kippt væri sterklega í meiðana, sltðabúinn byltist þá á hliðina og fékk snjó-gusurnar óspart í ar.dlitið cg öll vitin. Það \ar Lúðvík Skinna-Bólettuson sem nú var einnig á seyði. í skólanum kunni hann aldrei nokkurn tíma eitt orð af lexíunum sínum, en á sumrin skemti hann sér við ýms stráka- pör, svo sem að stinga lifandi froski eða ioði af reyktii síld í bakvasa kennarans eða fylla hattinn hans af engisprettum. Húðstrýkingar kennarans fengu ekki mikið á Lúðvík Skinna-Bólettuson, og einu sinni er kennarinn gaf honum ær- lega ráðningu, beit Lúðvík hann svo rækilega í afturerdarn, að grimmur hundur hefði ekki betur gert, og upp frá þeim degi hætti kennarinn að berja hann. En eftir það var drengurinn aldrei nærri eins illur í sér; og óknytti hans voru miklu saklaus- ari í eðli sínu.— Móðir hans, hin karlmannsháa og samanrekna Skinna-Ból- etta með stóra, rauða, skeggjaða andlitiö, var sú eina manneskja, sem gat barið drenginn þangað til hann lét undan, ef hún tók það í sig. En hún var sjaldan heima, hún varð að hafa ofan af fyrir sér með þvotti og húsáhreinsunum. Einstöku sinnum þreif hún í handlegginn á honum, og kreisti þá svo fast, að tingraförin sáust blá lengi á eftir á upphandlegg drengsins eftir risavöxnu krumluna, en það var að eins þegar hún komst að því, að hann hafði brotið einhverja rúðuna í Öreigahælinu, eða stolist úr skólanum til þess að flækjast út um borgina. II. Jólanóttin var komin. Blind-niða þoka grúfði yfir borg- inni, eins og ský utan um fjallshnjúk. Andbýlingarnir sáu ekki hver til annars yfir strætin. Steinstéttarnar voru sleipar af súldinni. Fólkið reikaði um eins og ólögulegir, skuggleitir

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.