Heimir - 01.01.1908, Síða 21
H E I M I R
165
brennivíniö hefir veriS haft á, þau sem eg fleygöi út í morgun.
Þaö eru þau, sem hænsin ern drukkin af. En hvernig hafa
þessi sólber komist hingaö?"—
„Eg náði þeim", sagöi strákur, og fann auösjáanlega tals-
vert til sín.
„Ja, heyröu Bóletta," sagöi Trína, „ef þessi strákur er
ekki afbragö annara, þá hefi eg aldrei....."
„Eignast tvö börn," þrumaöi strákurinn, „eitt með Her-
manni Pétursyni ökumanni, Hermanni, já og.. .. hitt meö .. .. "
Trína lagöi til hans meö hnefanum. Móöir hans œtlaöi aö
fullkomna hegninguna meö því að gefa honum löörung, en
strákur stakk fingrunum í sama vetfangi í tvö eggskurn og bar
þau fyrir sig eins og skjöld.
Hænsin klökuöu ákaft, hlupu skjögrandi, drukkin af vín-
blöndnu sólberjamaukinu. Og Skinna-Bóletta varö svo stand-
andi hissa,-að hún gleymdi aö berja strákinn. Hún sagöi viö
Trínu:
„Hann hefir þá etið egg, skarfurinn sáarna!"—
Hin stóra og hrikalega Tn'na tók til aö skellihlæja, voða-
lega, kleip Skinna-Bólettu sem var eins stór og ennþá þreknari,
í handlegginn, og stamaöi út úr sér:
„Nei, þetta átti eg eftir aö heyra og sjá áöur en eg dó.
Ilann er reglulegasta metfé, strákurinn."
„Og þarna situr, svei mér þá, kötturinn," sagði Bóletta.
„Já, þarna situr kötturinn", át Trína eftir, altaf skelli-
hlæjandi.. .. „Heyröu Bóletta, eg ætla aö sækja dálítiö af
púnsi og eplakökum, og svo setjum við okkur niður og gjörum
að gamni okkar eins og kötturinn og hænsin og drengurinn.
Hvað segirðu um þaö, Bóletta? Þaö veitir enginn aörar ánægju-
stundir en þær, sem menn veita sér sjálfir."—
Þessi gleðibragur haföi áhrif á hina alvörugefnu þvottakonu.
Trfna sótti það, sem hún lofaöist til. Hún, Bóletta og Lúövík
skiftu meö sér sælgætinu, kötturinn og hænsin fengu sinn hluta
af eplakökunum. Púnsið haföi sömu áhrif á mennina, eins og
sólberin á hænsin, Trína, móöir og sonur dönsuðu í bendu inn-
an um skjögrandi og trítlandi hænsin, og Trína söng: