Heimir - 01.01.1908, Síða 23

Heimir - 01.01.1908, Síða 23
H E I M I R 167 mentaðir. En eg heti veriö í hænsakofanum í morgun, og þar lágu fjögur tóm eggskurn, og tvö kertisskör í hálminum. Og svo segið þið, að ekkert sé satt, nema þaö sem hægt er að taka og þreifa á. Hver haldið þið að haíi haldiö til jólanna þar úti? Og hænsin sváfu .eins og þau væru steinrotuð." þýSin'gin cftir Vidar. ÚTFÖRIN VETURINN 1904. Það eru nú nærri fjögur ár liðin síðan dag einn í Febrúar, að sorgar fregnin er seint fyrnist yfir, llaug hingað vestur frá Cambridge í Mass. að Þorvaldur Þorvaldsson Sc. B. væri dáinn. Menn munu tæplega vera búnir aö gleyma því, hve frétt sú kom öllum óvart, né hvaða hryggð og þögn hún sló yfir vini hans n.er og fjær. A öðru áttu menn von. Allir gjörðu ráð fyrir að sjá hann aftur, að hann kætni hingað vestrr, en ekki á þenna hátt, að vera fluttur hingað liðiö lík. Og þaö eru nærri fjögur ár liðin síðan að menn söfnuðust saman, kaídann Febrúardag, norður við vagnstöð C. P. R. félagsins, ogbiðu þess, aölestin kæmi að austan,er lík Þorvald- ar flutti heim. Einn af þeim er þar beið, var Sveinn Þorvalds- son, bróðir hiris dána manns, annar var Einar Ólafsson, -nú einn- ig dáinn,— auk nokkurra fleiri. Það var löngu eftir hádegi aö lestin kom, og var þá ekið á stað. Veður var kalt, og farin- drífa. Það var hvorki bjart fyrir sól né í huga þeirra er hófu líkfylgdina. Það var fyrst numið staðar frammi fyrir litlu Unítara kyrkjunni á Nena. Þar var fólk þá samansafnað, til þess aö tjalda hana líkbjæjum. —Þar fóru kveðjurnar fram, sunnudaginn næstan eftir. Daginn eftir var skipað fyrir með útfarar minninguna. Fyrir því stóðu þeir tveir, er síðast voru nefndir, auk Þorst. Borgfjörðs. Kennararnir ýmsir við Wesley College höfðu látið í Ijósi, að þeir vildu gjarna taka þátt í útfararminningunni, og voru því boð send, og hverjum boðið er vildi koma og segja eitthvaö. Á Sunnudagskvöldiö komu þrír: Dr. Laird, Registrar

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.