Heimir - 01.04.1908, Side 4

Heimir - 01.04.1908, Side 4
220 HEIMIR a5 af allri þeirri þekkingu, sem vér höíum öölast, allri þeirri varfærnu. vísindalegu reynzlu,er skýrir lífsgátuna, veröum vér aö láta þaö letjast og hverfa, ella leiðir það mannkynið út í öfgar, er gjörir þaö hlægilegt í sínum eigin augum. Eins og átt hefir sér stað áður, svo er enn, þar sem því er ekki skynsamlega stjórnað, umbreytir þaö heilum kynslóðum, í æpandi trúða, andsjúka iðrendur, Skekkla og ofstakisíulla aar.dlataia af öll- um tegundum, og átrúendur á þá skoðun á mannlegu lífi bæði þessa heims og annars, er ofbýður öllu heilbrigðu viti, og sarir og svívirðir hverja ærlega og eðlilega tilfinningu. A sama hátt og rafurmagni, verðum vér að beita því skynsandega og stjórna því, eða bíða tjón af. Þekking vor typt og' þrautreynd, stendur augliti til auglitis við frumafl það, er gjört geturlíf vort að lífi. Verðkaup lífsins eriðni og fullkomnun, í trú eins og öllunr öðrum hlutum. Og ef vér ætlum trúnni, um komandi tíð, að halda á- frarn að vera aðal ljós alls vors útsýnis, verður J?að skylda vor, að útleggja hana sem skýrast og skynsamlegast, og fága hanaog fullkomna, eftir því sem þarfir mannfélagsins aukast og marg- faldast. Vér getum ekki treyst eingöngu á erfðar lífsskoðanir, —evtt bæði höfuðstól og vöxtum, án þess að verða andlega gjaldþrota. Það er skylda vor, að útfæra svo hinar andlegu hreyfingar er hingað til hafa upplýst og uppörfað þessa veröld að þær haldi áfram að fullnægja kröfum sívaxandi mannheima. Það hefir margsinnis verið sagt, að kyrkjuleysingjum og öðrum, er enn að nafninu til eru meðlimir kristinnar kyrkju, finnist ekki trúarbrögðin yfir það heila tekið, né kristindómur- inn sem einstaklingstrú hafi nokkra sérstaka þýðingu til aö bera. Mörgu góðu fólki finnst öll höfuðatriði trúarlífsins vera í þoku og bundin ákaflegri óvissu. Af því það hefir ekki gjört sér grein fyrir því, að trúin er afl innan mannlegrar tilveru, á sama hátt og rafurmagnið er kraftur hins ytra heims, finnst því hún vera tilbúningur einn og draumórar, er hvorki snerti röð né rás við- burðanna— samsafn fáránlegra hugmynda um guðlega veru, annað líf, og frelsun frá— enginn veit eiginlega hverju. En þetta kemur til af því, að almenna skoðunin á merkingu trúar- innar er orðin á eftir, hefir ekki vaxið samhliða dómgreind og

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.