Heimir - 01.04.1908, Side 5

Heimir - 01.04.1908, Side 5
HEIMIR 22 1 skilningi manna. Nútíðarhugsjónir manna krefjast þeirrar út- leggingar á lífinu, er dragi fram skyldleika þess við þessa jöið og alt, sem á henni er, í stað smáhéraðs á yfirborði hennar, og reikistjörnurnar, sólkerfin, alheiminn, en í J>ess stað býður or- þodox kristindómur inönnum j)ær !ífsskoöanir, er til urðu á fyrstu öldum tímatals vors, þegar allir héldu að jörðin væri fiöt og himininn úr gleri. Sem Unitarar reynum vér sífelt aö breikka sjóndeildaihrirg trúarinnar, eftir þvf sern líf vort nær æðri sjónarhæðum, að sama hlutfalli og þekking vor eykst á jiessum heimi, er vér bú- um í. Vér trúum á ýins ævarandi sannleiksatriði, er vc'r nteg- um halda oss við og byggja á, án alls ótta, að nokkur umbreyt- ing eða opinberun fái þeim nokkru sinni kollvarpað. Til dam- is, vér trúum á Stærðfræðina. Vér viðuikennum njtscmi stæröfræðinnar, og vér trúum, að sein vísindagrein bvggist hún á óyggjandi sannleika, sannleika, er skynsemi mannsins þarf engar æðri sannanir á. Vér vitum aö Euklid kunngjörði sumar höfuðreglur stærðfræðinnar. En Euklid bjó ekki þær reglur til, svo vér trúum þeim ekki að eins vegna Euklids. Hann fann lögmál stærðfræðinnar hér í heimi, og vér trúum á þaö lögmál vegna þess, að mannleg skynsemi væri ekki sjálfri sér sam- kvæm, ef hún hafnaði því. „Þeir hlutir, sem jafnir eru að um- tnáli, eru jafnir að stærð," og allar hinar meginreglurnar, eru alfullkomin og óyggjandi sannindi, og hver sem neitar þeim, ber með sér, að hann er ekki heilbrigður á viti, og er alls ófær til allrar andlegrar áreynslu. Sama má segja um Söngfræðina. Þar er áttunda skiíting- in, er ekki verður komist upp fyrir, ekki umflúin, ekki ónýtt. A henni byggist öll sönn söngfræði, og á lögmáli hreims og hljóðfalls. Þess utan er ekkert til nema hjáræmi og háreysti. En ekki trúum vér á söngfræðina vegna Haydn’s eða Bach’s eða nokkurs annars manns, er kunngjört hefir þau eih'f-sönnu lög, er öll hljómfræði byggist á. En vér trúum á þessi lög, vegna þess að eðli vorrar eigin tilveru knýr oss til þess. Mann- legt eyra og mannleg skynsemi heimtar, að þeim sé hlýtt, og ósannindi hjáræminnar er þeim meö öllu óbærileg.

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.