Heimir - 01.04.1908, Side 12

Heimir - 01.04.1908, Side 12
228 HEIMIR hvorki sé til upphaf né endir, geta samt látiö str hugkvan.ast aö lífiö taki enda, að sá tími sé til, er enginr. hlutur veröi fram- ar til. Vér búum hér á hnetti, er hrevfist um endalausan geim, og störuin aðeins hálfsjáandi augum á leyndardc'ina og furðu- sýnir himinhvolfsins, er æ verða undursamlegri eftir því sem ferðalagið lengir. Og hvergi er hin minsta bending, ekki ávæn- ingur, að út fyrir verði farið tíma og rúm. Og sannlega er sá trúarveikur er heldur, að urn leið og rökkrið fellur yfir þær „firnm gættir" er vér horfum út um yfir heiminn, það gefi nokkuð ann- að til kynna, en afturbirtu, ljósmeiri dag en þann liðna. Þeg- ar vér erum sem fyllilegast vér sjálfir, þráum vér samfélag við guð, að hafa hans sýslan með höndum, að hugsa og vinna í hans nafni, vera engu undirgefnir nema hans vilja, lúta engu öðru valdi, viðurkenna engann annan dómara. Allt annað verður tilgangs snautt. Með þetta fyrir augum, þegar vér svo hitturn fyrir lítinn hóp manna, skoðana frjálsa, er lært hafa að þekkja undirstöðu- lögmál trúarbragðanna, og lært hafa að meta ævarandi gildi þess, svo að ekkert getur rift skoðun þeirra eða gint þá fráþví, sem þeir vita að eru hin einu og nauðsynlegu skilyrði mann- legrar velferðar, hvort heldur andlega eða líkamlega, smáhópa inanna, er standa stöðugir árið út og árið inn, þrátt fyrir hróp, hroka og óvild voldugra trúilokka, hlýtur maður að álíta, að skoðanir þeirra hafi við söguleg rök, eða að minsta kosti forn kristileg rök að styðjast, er þolað hafi og þola muni alla eld- raun mannlegra ofsókna og mannlegra rannsókna. Merkur rit- höfundur segir, að Jesú hafi flutt þá stórkostlegustu ræðu er nokkru sinni hafi farið yfir mannlegar varir. En ræðan var aðeins nokkrar setningar að lengd. Það hefði mátt ætla, að Jesú hefði valið þann tíma til þess, er tilheyrendur hans hefði verið fjölmargir, eins og sandur við sjáfarmál, svo áríðandi var að allur heimur heyrði þann boðskap. I þess stað var aðeins einn tilheyrandi, hvorki Grikki né Gyðingur, heldur Samversk kona er var úrkast meðal sinnar eigin þjóðar. Hvílík áminning til manna, fyrir vantraust þeirra á sannleikanum. Hvílík áminning um kraft sannleikans að komast til viðurkenningar!

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.