Heimir - 01.04.1908, Side 16

Heimir - 01.04.1908, Side 16
232 HEIMIR Um dauöann vitnní vér þetta, aö bann tekur stundum meira en mannheimur má rnissa. Skáldiö „hnígur undir ann cg töf, rn-eð öll sín bejftu Ijóð f gröf. * „Varus! Varus! fá mér aft- tir íegíónir rnínarl" Dauði, dauði, fá oss aftur legíónir vorar, Ungmenni eftir ungnrenni, bliknar og kólnar á einni nóttu, eins og brunnin aska, áðnr en það fær tíma til aö sýna heimin- trm nokkuð af töfrasýnum sinnar djúpn sálar. Mikið af vonurn og tárum og þjáningum og óréttlæti, er aldrei var lagfært, feyk- ir datiðinn á burt. ÞaS er þokudrungi mannlífsins er birtir upp með frosti. Það eru fleiri sár sálar og hjarta en líkamleg sár, meiri andleg vesöld og eymd en líkamleg, er moldarskafii grafaranna hylur. Þetta vitum vér um dauðann. Og sjón vor hefir sagt oss það, þá sjaldan vér höfum stjaldrað við á mannfélagstorginu og séð, hversu hönd skiftir við hendi, maður við inann; er séð höfum þá ótal mörgn, er dregist hafa aftur úr samferðahópnum og standa nú einir á bersvæði,— glerbrot mannfélagsins, er tímans kvörn hefir mulið smátt. Kins er varið þekkingn vorri á Guði og Belzibúf, því góða og illa. Myndasýning kyrkjunnar hefir ekki auðgað þar vort í- myndunarafl. Hversu hefir líka ekki sú sýning verið? Mynd Belzibúls jafnast brtgðið upp er sýna hefir átt guð! Presta- stéttin orþodoxa hefir tæplega þekkt myndirnar. Eða getum vér sagt að kyrkjan þekki sfna guðsmynd, er hún segir oss það hafi verið Satan er fyrstur flutti þekkingu siðalögmálsins sjálfs inn í heiminn?— þekkingu á mismuni góðs og ills. Getum vér sagt hún þekki sinn Satan, er hún segir að guð hafi fyrstur lagt tálsnöru fyrir óvita manninn? I þessum efnum hefir guðfræðin kent oss harðla lítið, Ef vér ekki finnum guð, þekkjum hann og könnumst við hann í sálum vorum og annara, tilfinningalífi voru og annara, þá þekkjum vér hann ekki. Og um lífið fyrir handan gröf vitum vér jafnlítið og áður, hver verði bekkjarnautur vor þar, hvort það verði inaðurinn er vér ekki vildum heilsa hér á jörð, eða sá er vér formæltum, baktöluðum eða ófrægðum; hvort það verði sá er vér höfðum af í kaupum og sölum, eða sá er vér seldum til dauða, eða fað-

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.