Heimir - 01.04.1908, Síða 15
H É I M I R
231
nema mál þeirra og eiga tal viö þá. En manninn sern ineö oss
er á götunni, viö hliö vora í allri baráttunni, þekkjum vérekki.
Vér sjáum honum bregöa til sorgar eöa gleöi, en hvaö berst um
í brjósti hans, veit enginn nema hann einn. Jafnvel vora vild-
ostu vini þekkjum vér svo lítiö aö hver getur vænt annan
ótrygöar og undirmála.
„Sjáiö manninn."— Menn ættu aö kjmnast. Þaö er
boöskapur sem þessi öld ætti aö bera, kenning, er kyrkja þess-
'ara tíma ætti að itytja. En er þaö gjört? Ekki hefir þaö veriö
til skamms tíma.
Dr. Campbell höfundur „Nýju guðfræöinnar" segir aö
Orþodox kyrkja haíi prédikaö dauftann og dóminu en ekki lífiú
cg ciUfðina. Unítarar hafa sagt þaö sama löngu á undan
Campbell, þess vegna skildu þeir sig viö Orþodoxíuna. En
þaö þykir aögengilegra og sætara að taka það upp eftir „nýja
spámanninum," af því enn sem komið er heitir hann ckkcrt á
kyrkjulega vísu. En látum það vera; Campbell og Unítarar
hafa rétt fyrir sér í þessum efnum. Orþodoxían hefir upp til
þessa tíma verið að kenna mönnumaö þekkja dauöann og gröf-
ina, dómsdaginn og eilífðina, guö og Belsibul. Hún hefir um
margar aldir veriö að sýna þessar myndir. Þó eru menn litlu
nær um þessa hluti.
Faöir Abrahatn hefir altaf synjað þrábeiöni ríka mannsins
uni að koma boöum til bræðra hans. Enginn hefir þaöan kom-
iö, engar raddir þaöan heyrst. Vér vitum ekki hót meira um
land eilíföarinnar en menn vissu á dögum Nóa. Vér vitum að-
eins aö gröfin bindur enda á þjáningarnar hér, baráttuna, kapp-
iö, framgirnina og meta þrána. Cæsar deyrog veröur aö moldu.
Napoleon, hugumstóri Napoleon! fellur til jarðar, eins og blöö-
in af trjánum; ekki breytir það gangi heimsins meira en þaö,
og líkiö hans hvílir stirönað og kalt og hljótt í gröfinni eins og
Hkiö þitt eöa mitt þegar stund vor er komin.
Þetta vitum vér um gröfina.
Þetta hefir ekki kyrkjan kent oss, heldur brota reynsla vor
mannanna, og ef guðfræðin veit það, þá hefir hún orðið aö læra
þaö af oss.