Heimir - 01.04.1908, Qupperneq 17
H E I M I R
233
ir sonarins er vér leiddurn á glapstigu eSa faöir dótturinnar er
vér svívirtum. Hverjir veröi sessurautar vorir þar, vitum vér
ekki, en eins líklegt þaö veröi þessir eins og hinir, er vér skriC-
um íyrir og kysstum á höndina á. Ekki víst vér fáum aö vera
þrœlar sama konungs hinu megin og skipa hirövist með honurn.
Því komi kyrkjan oss til himna-getur hún ekki sent alla hina til
helv. oss til þægöar. Þaö er hægt aö þægjast viö ambátt drottins
hér í heimi, en hún á lítinn mátt fyrir handan gröf. Hún getur
skaiiö burt syndirnar hér, og hvítfágað klæöin, þótt klæöafald-
urinn hafi nokkrum sinnum dregist ofan í. Hún getur þaö í
sinni ágætu syndahreinsunar maskínu, sent sín ölduimenni og
öldurkvendi af staö, hreingjörninganna þeytispjcld er flestrm
ná úr blettunum— og láta þá „segja upp söguna aftur, söguna
þá í gær." Segja upp söguna aftur af glataöa syninum, er endi
ööru vísi en saga Jesú Krists, ekki aÖ týndi sonurinn komi heim
heldur útskúfi faðirinn honum alveg, leggi stund á sína eigin
betrun, arfleiöi heimasoninn er trúr var sinni köllun og trúrvar
sinni barnatrú. Segja söguna af Júdasi aítur:
Eitt sinni var maöur er hét Júdas. Hann var samhalds-
samur á silfurpeninga. Þegar hann dó arfieiddi hann kyrkjuna-
aö þeim svo hún gæti keypt fyrir þá grafreit. Hann var góöur
maður, Júdas, og. var þetta ekki fallegt." Segja söguna af
manninum er fékk fingurmein og misti barniö sitt, af þvf hann
gekk úr söfnuðinum!
Hreinsunin er góö, en hún nær ekki yfir um, af því hún
nær ekki til karaktermanna. Hún strýkur yfir misfellur dag-
legs tómleika en ekki yfir misfellur karaktersins, en karakterinn
illur eöa góður, er það eina va'ranlega í manneðlinu, er hér eftir
getur varað. Þekking vor á eilífðinni er þekking vor á mann-
lífinu sjálfu.
Þetta viturn vér um eilífðina, og aö hér á jörö er eilífð
sumra hluta. I þessari stundlegu eilífö, ef það mætti nefnast
svo, er það sannleikurinn nakinn eöa klæddur, er gefur ódauð-
leika hugsunurn, stefnum, gjöröum mannanna, öllum hlutum
er hér geta lifaö og ríkt. Mun ekki sarna lögmál ráða annar-
staöar í tilverunnar heimi?