Heimir - 01.04.1908, Side 13

Heimir - 01.04.1908, Side 13
HEIMIR 229 Sagan um opinberun alls þess sannleiba er nrenn þekkja, sýnir að ei-tt fullvissu orð talab til einsmanns, ber tneiri ávexti ■en langar miölunar ræður básúnaöar framan í almenningi. Ef ■vér segjum upphátt frá þeim sannleika, er oss hefir opinberast sem einstaklingum, megum vér trúa því, aöásínum tíma kemst hann út á meöal fólksins. Ef vér gjörum vora skyldu þá gjörir guö sína. Ef vér sáum sæöinu, lastur guö og eölislögmál hans það vaxa og bera ávöxt. £>ær þrjár stórsyndir er fagnaöarboö- skapur Jesú fyrirdæmir eru: Aurasýki, Eigingirni og Ahyggjur. Vér sem frjálstrúar menn skulum ekki gjöra oss seka um þær. Stórir og smáir, styrkir og vesælir, þurfum vér ekki aö kvíða, •ekki bera áhyggjur. Séum vér trúir og áreiöanlegir vorri köll- un, skilar öllu í land. Guð ber umhyggju fyrir frjálsum krist- úndómi, ef vér töpum ekki áhuganum fyrir hugsjónum þeim, sem hreyfa sér í hjarta voru. En vér skulum minnast eins, aö þjóðfélagiö gengur til glöt- unar, eygi þaö ekkert út fyrir þaö hversdagslega. Engin mann- 3eg stofnun er svo fullkomiu, aö hún fái viðhaldiö réttlæti, trú- festi, háttsemi, kærleika í þaö óendanlega, án þess hún auögist að sannleika, hugsjónum og skilningi, en á þvf hvílir öll heims- ins framför. En kyrkja vor á aðeins einn tilgang, þann, aö veita viðtöku öllum þeim opinberunum, er borist fá milli þess stundlega og eilífa, mannlegu iífi til styrktar og þekkingar. Verjum því öllum þeim tíma, öllum þeim kröftum, er vér get- um, því til fulitingis. Heimurinn er stór! Þess stærra er líka verkefnið, þess bjartari framtíöin, þess dýrölegra verðkaup'ð, og þá öllu er lokið, þess sæili friðurinn. Ekki vér, heldur guð einn, afskamtar árangurinn, er frelsi og sannleikur leiða í ljós. Og lrann skamtar ekkert smátt. Alheimurinn ber vott um þaö og innstu tilfinningar vorrar sálar. <

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.