Heimir - 01.10.1908, Blaðsíða 6

Heimir - 01.10.1908, Blaðsíða 6
7« H E I M I R ÞaS er þó aöallega sem skáld og þjóðrnálamaður að mest ber á honum á þessu 25 ára tímabili. Hið bókmentalega starf hans, að minsta kosti hér um slóðir, er síöur kunnugt. Þó ætti flesta að reka minni til hinnar ágætu æfisögu og lýsingar Jónasar Hallgrímssonar, er Hannes samdi framan við Bókmentafélags- útgáfuna síðari af ritum Jónasar, og þá líka, er ekki var minna þrekvirki, Urvalsrita Bólu-Hjálmars, er Hannes samantók, og æfisögu skáldsins þar framan við, er hann reit einnig. Er það ekki vandalaust að ganga svo frá ljóðavali og æfiminning Hjálmars eins og Hannes hefir gjört þar, og meðan íslenzk bók er lesin veiður sú bók þeirn báðurh fagur minnisvarði. Og víst er um það að fáir hefði gjört það jafnvel. Og þarf ekki annað en bera sainan við Urvalsritin fyrri útgáfu ljcða Hjálmars, eða það sem eftir skáldið liggur óprentað, er til er mikið safn af hér á einurn stað, til þess að sannfærast um slíkt. Eg man eftir því fyrir löngu síðan, að eg heyrði einn af vorum merkustu öldungum hér fyrir vestan segja, er mikið þekkti til Hjálmars: „Mikiö á minning Hjálmars Hannesi aö þakka. Síðara ljóðasafnið sýnir konungsmynd skáldsins, hið fyrra þrælsmyndina." Þessi orð skildi eg ekki þá, en eg vissi þau voru sönn,— og finn þaö nú —. Maðurinn var Brynjólfur Brynjólfsson. Starf Hannesar á meðal þjóðar vorrar byrjar sem skálds, þess, er veitir nýjum straumum inn í þjóðlífið. Hann vill skíra Norræna þjóð að fornum sið, í hreinu uppsprettuvatni náttúr- unnar sjálfrar, til endurvakningar fram á við. Vér höfum áður bent á, að ofan til Þorsteins, eru það einu útúrleiðir í íslenzkri ljóðagjörð 19. aldar, þær sem þeir stefna Grímur og Hannes, Grímur meðal hrika þjóða forna heimsins, svo sagan verði á ný nútíðar saga, eins og hann kemst að orði í ræðu á Stúdenta fundi í Uppsölum. Hannes lifir í nútíð, sýnandi forna hreysti, uppyngda í 19. aldar gerfi og umhverfi. Olaf Hansen, í „Ny Isl. Lyrik", þakkar Georg Brándes og áhrifum hans á nemendur í Kaupmannahöfn, hina nýju stefnu er hefst í íslenzkum bókmentum eftir 1882. Brandes, segir hann, leggur áherzluna á samband bókmentanna órjúfanlegt

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.