Heimir - 01.10.1908, Blaðsíða 17

Heimir - 01.10.1908, Blaðsíða 17
HEIMIR 39 Er viö fossinn sitja og hlusta á niöinn. Munur sá er mestur innra hjá mönnunum, eftir því hvaö í þeirra huga býr. Þeim iinnst er glaöir viö faöm þinn leika sem feli kliðurinn léttan hlátur. En þeim sem harmandi hjá þér reika þeim heyrist niðurinn þungur grátur." Bæri maðurinn ekkki endurminningarnar meösér og sjálfs- vitund sína, væri hann eins og fossinn. Umbrotin og æöis- gangurinn er falliö og ójöfnuðurinn í farveginum. „AÖ endingu fer þaö í djúpa hafið." Allir geta þreytst, allra helzt sé erfiðið til einskis og undir- tektir allra hvatamála bergmáliö í hömrunum. Aldi'ei eru þó þreytuljóð skáldsins vonleysi og uppgjöf. Honum vex móður viö aö sjá, „hvílík brotnar bárumergö, á byröing einum traust- um," og veit, aö „bylgjur þær sem brjóta knörr, bera þó aö landi", og ekki nema von aö hann vildi bjarga farmi og föru- neyti. En svo er þaö þó sú hlið'er hann lætur minnst á bera, en að hann á tilfinningaríki mikiö, og þekkir jafnvel hinar svalari rökkurgráu hliöar tilverunnar, sést bæöi áhinum óviðjafnanlegu þýöingum hans á kvalasenunni úr Brandi og kvæðunum tveim, eftir Belleman og Jakobsen. Þau eru þau einkennilegustu kvæöi á voru máli, aö efni til, og kveður þau enginn er ekk- ert þekkir utan þaö, er viörar sig úti í sólskininu. Eftir er þá aö minnast á hiö síöasta efni hans fjölbreyttu ljóöa. En áöur en vér gjörum þaö, mætti draga saman í nokkr- ar setningar það, er vér höfum sagt. Þau eru öll efunar og ofur- huga kvæði. Þrótturinn, æskan, lífiö, trúin á dáö og mátt og megin, á sannleika er augljós í hverrilínu. Og svo er annað er auökennir kveðskap hans, annara skálda frainar, en þaö er „Kultur", menningar fágun. Þar stendur hann ef til vill efst. Hann er andlegur „Aristocrat," og tígulegur aöalsbragur er á öllu er hann segir,— aöalsbragur sá, er skapast af andlegum yfir- burðum framar en líkamlegri fæðingu. Og heilsa ljóöa og hugsjóna hans er góð, hvort heldur þaö er um þær „yndislegu

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.