Heimir - 01.10.1908, Blaðsíða 7

Heimir - 01.10.1908, Blaðsíða 7
H E I M I R 79 viö þjóöfélags og manr.félagsmálin og gátur þ;tr ir l.'fsbaráttan á við aö fást. Tilgáta Hansen’s er ekki ósennileg, aö háskólinn hafi að einhverju leyti breytt hugsunarhætti Islendirganna um , þær mundir, en alt eins vel mætti þá taka skrefið alla leið aft- ur til Hinrik Ibsens, er fremstur allra á Noröurlöndum er mál- svari þessara skoðana. Sér í lagi er maöur minnist þess líka, aö Hannes þýöir stóran kafla úr „Brandi" á fyrstu Hafnar ár- um sínum. Bókmentir eru fræði út af fyrir sig, er sýna eiga myndir af lífinu og lífsins gátum, svo það skýrist fyrir hugskoti manna og þeirsjái tilveruna eins og hún er, frá öllum hliðum jafnt, sorg og gleöi, réttlæti og ranglæti, mikilleik og lítilleik hugsana, hugsjóna og þjóðfélagsins í heild. Þetta er Realiska stefnan, er skammast sín ekki fyrir neitt, sem guð hefir gjört, manni og konu, himni, jörð og hafi við- konrandi,— er ekki grípur með felmtri báðum höndum um búk þveran, ef einhver sér til, krossar sig og les bænir, þá misfellur mannlegrar breytni birtast undir slæðum þeim sem verið er að bera sig að hylja þær meö. Það er hin mikla tilhreinsunar stefna, er, vel á legg komin, heilsaði og gjörst hefir guöfaðir vorrar 20. aldar og játað upp á hana trú, trú á sannleika, byggða á sannleiks gildi. Það er þaö, sem vér þurfum að muna, er vér lesum ljóð Hannesar, aö þau grundvallast á þess- ari hugsjón, í þessari stefnu, er hafiö hefir á ný list og fegurð í æðsta veldi, en vel aö merkja, list og fegurð mannlegra hluta, svo aö menn þora nú, og skilja líka hvað þaö þýöir, að tala um ’líkama vorrar lægingar* sem guðsmynd,dýrðarmynd, og um fag- urlínur mannl. myndar. Og þár er tilfinningunum gefin sín rétta þýðing. Engin tilfinning er ljót, svívirðileg og saurug sé hún sönn. Seiður, tildráttur, eldur ástar og munaðar, sé hann sannur, er guðdómlegur, því hann er þá sannleikurinn og lífið. Fagurlínur mannlegrar myndar, með heilsu og lífsglóö í auga, s^o sál þrengir til sálar, hönd til handar, vör að vör, er lífsfull- komnunin sjálf. Gagnvart kenningum þessum stendur kyrkjan og munk- lífa siðfræðin, grá eins og öskufjöl, full galls og gremju. Fylgj-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.