Heimir - 01.01.1910, Blaðsíða 14

Heimir - 01.01.1910, Blaðsíða 14
I IO HEIMIR eytt, einkum í neöri bekkjum alþýöuskólans, í eldgamla gyöing- lega goöafræöi, hjátrúar sögu og miöalda afskræmi siöfræöinnar, er í sinni upprunalegu mynd var eflaust sú fegursta er nokkru sinni hefir veriö kend. Þarna er staöurinn—og þaö ættum vér aö heimta hver og einn—þar sem “hreina flaggiö” ætti aö vera dregiö á stöng. Látiö sambands merkiö vera, en takiö múnkhettu merkiö af sálunum; takiö burtu merki þröngsýnisins, stnásálarskaparins þöngul-haussins, hjátrúna á vald sem ekkert er til—svo einstak- lingarnir komitil aö sigla undir sínu eigin flaggi. Þaö er hvorki “hreint” né þeirra eigiöflaggsem þeir sigla nú undir. En þetta eru virkileg efni, og þaö er ervitt fyrir þau aö vekja nokkurn áhuga á meðal vor í Noregi. Mentunarástand vort er ekki komið svo langt. Af sömu ástæöu eru stjórninál vor enn einsog vér sætum á ráöstefnu en ekki löggjafar þingi. Vér þrætumst á um stefnur og tilgang. Onnur lönd eru fyrir afarlöngu búinn að skilja sína stefnu og tilgangog keppast nú viö aö koma þeim fratn í verklegum efnum. Þegar nýtt viðfangsefni ber oss aö höndum, í stað þess að taka því meö sjálfstrausti og stillingu lendir allt í fumi og felmtri. Þaö er lýðmentunin sem búinn er að sturla norræna alþýðu. Þetta sýndi sig bezt í fána málinu, og þaö á báöar síöur. Sjómennirnir, vafalaust, þrátt fyrir allt, sýndu þar skarpastann skilning; og þaö er eölilegt, iön þeirra er þess eölis, hún ber með sér meiri menningu. En þegar Fjallabændur úr fjarlægustu dölum, f ávörpum og orðum telja sér lífsnauösyn- legt að sambands merkiö sé tekiö burt af fánanum, þá er þaö fyrirsjáanlegt að þaö getur ekki annaö verið en argasta húmbúg. Því ef ekki er þörf á aö leysa úr áþján sitt eigiö manngildi, þá getur síður veriö þörf á aö leysa úr áþján jafn óvirkilegan hlut sem félagsmerkið. En eg verð að láta þetta,frá minni hlið.nægja um þetta m.ál. Mér er alveg ómögulegt að samsinna það, og ómögulegt að sam- sinna með yður, aö, vér skáldin séum sérstaklega kölluö til þess aö ljá þessu rnáli fylgi. Eg fæ ekki séö að þaö sé í vorum verkahring að taka í umsjá vora, frjálsræði og sjálfstæöi ríkis- sins, heldur að leitast viö aö vekja einstaklinginn til frelsis og

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.