Heimir - 01.01.1910, Blaðsíða 18

Heimir - 01.01.1910, Blaðsíða 18
A bak viö krána lá dökkleit mómýri, meö •svörtum mó- byrgjum og djúpurn, hættulegum gryfjum. Og á milli lyngþúf- nanna lá grasrönd í bugöum, líkt og vegur, en hún var ekki vegur, því hún endaöi viö mógryfju, sem var stærri og dýpri en allar hinar. En í grassröndinni lá refurinn alveg ffatur og beið, og hér- innu hoppaöi léttfætur vfir lyngiö. Það var auövelt fyrir refinn aö reikna út aö hérinn mundi ekki taka löng stökk svo seint um kvöld. Hann lyfti varlega upp mjóa trýninu og hugsaöi sig um; og um leið og hann lædd- ist til baka meö vindinum, til aö finna hentugan staö, þaðan sem hann gæti séö hvar hérinn endaði stökkið og legöist niður, velti hann fyrir sér meö mestu ánægju hvernig refarnir verða stööugt slungnari og slungnari, oghérarnir stööugt heimskari og heimskari. Inni í kránni var óvenjulega mikiö aö gera, því tveir um- feröasalar höföu beöiö um hérasteik; þar á ofan var veitinga- maöurinn á uppboöi í Histed, og ínaddaman var aldrei vön aö fást viö annað en matreiösluna. En nú vildi svo illa til aö málafærslumaöurinn þurfti aö finna veitingamanninn, og þar sem hann var ekki heima varö maddaman aö taka á móti löng- um skilaboðum og afar áríöandi bréfi, sem geröi hana aldeilis ruglaöa. Viö ofninn stóö ókunnugur maöur í olíufötum og beið eftir sódavatnsflösku ; tveir fiskikaupmenn höföu þrisvar beöið um koníak íkaffið; vinnumaöurinn stóö meö tóma lukt og beiö eftir ljósi; og laóigur og magur bóndi fylgdi Karen áhyggjufullur meö augunum; hann átti aö fá 63 aura til baka úr krónu. En Karen gekk á inilli án þess aö flýta sér og án þess aö ruglast hiö minnsta. Þaö var ótrúlegt að hún gæti munað alt þetta. Stóru augun og undrandi augabrýrnar voru eins og í ákafri eftirvæntingu; hún hélt litla fallega höföinu beinu og kyrru—eins og til aö truflast ekki í öllu því sem hún þurfti aö hugsa um. Blái hvergarnskjóllinn hennar var oröin of þröngur, svo aö hálsbandiö á honum gekk inn í hörundiö á hálsinum fyrir neöan hársræturnar.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.