Heimir - 01.01.1911, Side 5
H E I M I R
IOI
gjörir ávalt nokkurn mun er vér getum manna, aö segja: þeir
eru, í staö þess aö segja: þeir voru. Það ómar öðruvísi í eyra og
bergmálar öðruvísi í brjósti.
Þetta ár er dánar ár Björnstjerne Björnson’s, æðsta manns-
sinsallra Norðurlandanna. Eitt sinni sagði hann eitthvað á þessa
ieið, er þess var getið til aö hann myndi tiytja frá Noregi: “I
Noregi mun ég búa, og þar vil ég búa, stríða þar, starfa þar,
berjast þar og vera barinn, lifa þar og deyja og hvíla þar að ei-
lífu.” Heit það efndi hann drengilega að öllu, neina því eina,
að hann fékk þar ekki að deyja. Starfstíð sína alla bjó hann f
Noregi—en Jmtða stundirnar suður á Signubökkum í landi hinna
fornu Gjúkunga. Sól Noregs sá honum aldrei bregða, né að
hann biði ósigur, en ávalt öruggann og til atlögu búinn og svo
síðast—fallinn,—vordaginn, erskipið tjaldað svörtu, tlutti lík hans
í land. Björnson hehr verið nefndur í gamni jarl eða húsbóndi
Norðmanna, og það var hann í fyllsta skilningi, þó hjúin ætluðu
eittsinni að grýta hann í hel. Astríkis og vinsælda naut hann
fram yfir alla jarla Norðurlanda. Frægð hans og verk eru rómuð
út um allan heim, og það að miklum maklegleikum.
Sex mánuðum síðar spyrst lát Greifans tnikla, Lyov Tol-
stoy’s er telja má einstakastan inann allra er sögur fara af. Er
nú ljóstfátt í Rússlandi um þessar skammdegis nætur. Tolstoy’s
hefir áður að nokkru verið minst hér á þessum stað, og svo er
líka fráfall hans oss öllum í fersku minni.
Þá losnaði sæti er seint verður skipað, meðal Bandaríkja-
manna við burtför góðfræga skáldsins, Mark Twain’s, nú á þessu
ári. Myndin hans, er oss er öllum svo kunn, af stórleita, tein-
vaxna gráhæröa gamalinenninu, er nú horfin. Mest hefir verið
bent á kýmni og fyndni ritverka þess manns, og er það óhætt,
en þó er kýmni og fyndni í sjálfu sér, alls ekki takmark skáld-
listar hans, heldur aðferð er hann notar til þess að benda á fjar-
stæður og öfugstreymi í þjóðfélaginu. Hann kaus heldur, að
gjöra mer.n reiða við rangsleitnina, með ertni, en ávítunum, og
vildi heldur að menn gæfi sig við framkvæmdum glottandi og
glaðværir, en formælandi og frávita af sorg.
Það var almæli að ekki væri til kátari maður, og að vísu