Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 2

Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 2
194 HEIMIR Líf og æfistarf Goethes Erindi fiutt á Monningarfólassfundi i des. 1910 ('Niburlag) Faust er bygður á gamalli, þýzkri þjóðsögu um mann nokkurn, Doktor Faust, er átti að hafa selt sál sína djöflinuin til að geta notið lífsins í sem fyllstuin mæli. Þessi saga er alkunn í ýmsum myndum í þjóðsögnum fleiri þjóða. Goethe las hana þegar hann var unglingur og fann í henni efni í sorgar- leik. Faust Goethes er ekki neinn einstaklingur; hann er heldur ekki ein þjóð, eins og Peer Gynt hjá Ibsen; hann er mannkynið. Fyrst er hann fullur af þekkingarþrá, hann vill vita allt, sem menn hafa vitað, vill rannsaka alla tilveruna og sjá hvað hún er í sínu allra insta eðli. I þessari sannleiksleit sinni er hann skólamaður, fullur af hugmyndum og tilgátum. Allar hugmyndir hans eru samt ófullnægjandi vegna þess að í þeim er ekki hið verulega líf, þær ná ekki til hins lifandi og starfandi heims. Mefistófeles eða djöfullinn, sern Goethe lætur tákna hinar lægri hvatir mannsins, opnar augun á Faust og sýnir honum, hvað allur hans fróðleikur sé leiðinlegur, þur og einkisverður. Hann segir honum að koma með sér út í heiminn og njóta lífsins; hann lofar honum að veita honum alt sent hann girnist, ef hann vilji tilheyra sér á eftir. Faust gengur að samningnum. Mefistófeles uppfyllir loforð sitt með því að steypa Faust stöðugt dýpra og dýpra' niður í hinar lægstu nautnir. Hann villir honum stöðugt sjónir og lætur honum sýnast eftirsóknarverðast og þýðingarmest það sem er aðeins stundaránægja og hégómi. Þetta líf Fausts í öfuga átt hefir ógæfu og dauða saklausrar persónu, Margrétar, í för með sér. Margrét elskar Faust með barnslegu trausti, en grunar þó að hann sé undir íllum áhrifum frá félaga sínum. Vegna ástar sinnar verður hún móður sinni óviljandi að bana. Fyrri hlut leiksins endar í fangelsinu, þar sem Faust sér Margréti í síðasta

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.