Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 9

Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 9
HEIMIR 201 varö biskup á Hólum—hann var annar lúterski biskupinn þar— byrjaöi hann að prenta bækur í prentsmiðju þeirri, sem Jón biskup Arason hafði flutt til landsins. Hann lét prenta biblíuna alla, og er sagt að hann hafi þýtt hana mestalla sjálfur, en ekki var sú þýðing gerð eftir frummálunurn. Þessi biblía er hin svo nefnda Guðbrandarbiblía, sem nú er oröin mjög fágæt. Núfyrir fáum árum, eins og kunnugt er, var biblían þýdd í fyrstasinn úr frummálunum á íslenzku. Af grískuhandritum af nýa testam. er til mesti fjöldi, en mjög eru þau misgömul. Tvö þau elstu eru frá fjórðu öld; þau eru nú geymd í páfahöllinni í Róm.Codex Vaticanus, og í Péturs- borg á Rússlandi, Codex Sinaiticus. Nýja testam. handritin eru rniklu eldri en gamla testamentis handritin. Þau eru eðlilega aö öllum líkindum miklu réttari. Samt sem áður er meira og minna af villum í öllum handritum, sumum mjög smávægilegum en öðrum allþýðingarmiklum, Þessar villur eru ónákvæmni þeirra manna að kenna, sem rituöu handritin upp eftir öðrutn eldri Það var nrjög vandasamt verk, því fyrst framan af voru grízku handritin skrifuö eingöngu með upphafsstöfum og lestrar- merkjalaust, svo iesturinn var mjög erfiður. Auk þess bættu sumir ritarar viljandi inn í ýrnsu frá eigin brjósti, aðrir skrifuðu skýringar á spássíuna og síðan var þeim slengt saman við les- málið. Þannig t.d. finnast síðustu tólf versin af Markúsarguð- spjalli ekki í elstu handritunum og eru að líkindutn viðbætir ein- hvers ritara. I ný'justu biblíuútgáfum eru þau prentuð sem viðauki. Rannsókn nýja testamentis handritanna hefir útheimt afar mikla fyrirhöfn; en þau hafa nú verið rannsökuð svo vel ogborin saman, að eins góður frummálstexti er nú fenginn og útlit er fyrir að geti fengist, nema að ný handrit finnist ennþá, sem er ekki óhugsandi. Yfir höfuð má segja að við fá bókmentaleg störf hafi meiri alúð verið lögð en þýðingu biblíunnar á öll helztu mál heimsins og rannsókn frummálstextanna.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.