Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 12

Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 12
204 H E I M I R sagt aö hnnn hah veriö höfundur aö eitt hundrað bindum af ljóöuin fyrir utan safn af göinlum dæmisögum, sem hann snéri í bundiö mál. Omar Khayam tilheyiöi þessu tímabili. Rubaiyat (langur kvæöabálkur) hans er svo vel þekt af hinni ensku þýöingu Fitz- geralds, að óþarft er aö segja nokkuð um hann. Þó hugmyndir hans væru álitnar vantrúarkendar á hans tímum, og séu enn álitnar það af mörgum, er erfitt að finna einlægari og þýöari til- finningar en koma í ljós í þeim. Persarnir eru fæddir, má næstum segja, með ljóð á vörum, og þaö sem fyrst kom í ljós af bókmentalegu tagi sýndi skáld- skapaitilhneigingu. Það hafa verið ti' þúsundir af skáldum í Persíu, og fremst þeirra allra er skáldið P'irdúsi; annað skáld sem Sa-di hét, er revndar ennþá uppáhald fólksins. Nizami.sein var uppi á tólftu öld, orti bezt af öllum út af hinni fögru arabisku sögu, Laih og Majum; kemst fátt í samjöfnuð við það að fegurð og viðkvæmni. flin angurblíðu ástarljóð hans eru meö því bezta sinnar tegundar á persnesku máli. Firdusi, Hómer Persa, hét réttu nafni Abul Kasin. Hann vann kappsamlega að því í þrjátíu ár aö yrkja sextíu þúsund hendingar, sem Sha Nanah, konungabókin svo nefnda, saman- stendur af. Bókin er öll eitt sögukvæði og nær yfir alla fornsögu Persa; hún byrjar með Keimuer, fyrsta konunginum og endar á stjórn Jezejerd, sem réöi fyrir Persíu, þegar Arabar lögðu landið undir sig. Þetta stórkostlega söguljóö, sem var ort undir konunglegri vernd, þó höfundur þess síöar yröi fyrir ónáð konungsins, er mjög þýöingarmikiö fyrir persneskar bókmentir. Á persnesku er þaö aðeins til í handriti, og er ennþá, þrátt fyrir aldurinn, átta hundruö ár, eitt hið vinsælasta persneska skáldverk í sinni upp- runalegu mynd. Fæstir nútíðar lesendur leggja upp aö lesa þaö alt saman meö þess óendanlegu lýsingum og ýkjum. Annað tímabilið nær frá byrjun til enda tólftu aldarinnar, og mætti nefna það lof-tímabilið. Á þessu tímabili byrjaöi dul-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.