Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 17

Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 17
HEI M I R 209 sóknarmennirnir voru lengi gramir vi5 hann út af stjórnmálutn hans. Og mörgum embættismönnum þótti hann kenna þjóöinni a5 telja launin eftir. Og hann hœddi — ekki lítilmagna, þaö heföi nú veriö fyrirgefanlegt—heldur sum stórmennin og ástgoöa þjóöarinnar—þaö var ófyrirgefanlegt. Enda hefir honurn oröiö að því Doktor Þorvaldur hefir skemt góöa bók, æfisögu Péturs biskups, meö uminælum sínum sumum um síra Arnljót. Síra Arnljótur haföi ritað hæðniso'rð um biskup, en bætt úr því seinna. Síra Arnljótur var manna sáttgjarnastur. Þoldi mótmæli mörg- um betur, stefndi engum sem illmæltu honum, og heföi þó víst getað haft á sumurn illmælunum. Nógu lögspakur var hann til þess. En hann og fólk hans þoldi margt sem ekki dugar að bjóöa mörgum. Eg set hér fáein orö úr bréfi, sem hann ritaöi mér einum 8 árum fyrir dauða sinn: “Eg sé á bréfutn yðar að þér eruð oröinn ákaflega reiður og heiftrækin við heiminn. Varið yður á því! Engu varaði frels- arinn jafnmikið við og hefndargirndinni. Iiún fer svo illa með sálina. ” I kostum sínum t.d.: drenglyndi og mannúð, viðsýni og djúpsæi var hann langt á undan tímanum. Varð fyrstur til að sjá kostina þar sem aðrir þóttust enga finna. Eg hyggað óhætt sé að segja, aö engin prestur á Norðurlöndum nú á dögum hati eins vel fylgst rneö memiingarstrauin heimsins og hann. Sárfáir vina minna o>; kunningja skildu mig eins vel eöa revndust mér eins vel og hann. Voru þó skoöanir okkar í mörgu ólíkar og deildum við oft um þær. En hver hélt sinni skoðun. Eg gerði mér dælla við hann en allflesta aðra. En aldrei rnink- aði vinsemd hans við. Og var eg þó miklu meira komin upp á vináttu hans, en hann upp á mína. Blessuð og dýrmæt er mér hans minning. Og tómlegt þótti mér nú að koma heiin til land- sins og vita að hann var horfinn. Gudui. Hjiiltason

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.