Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 3

Heimir - 01.05.1911, Blaðsíða 3
HEIMIR 195 sinn. Eftir átakanleg;ar harmtölur segir hún viö Faust:—“ég skelfist vegna þín.” Mefistófeles svarar:—“hún er dæmd ” Þá heyrist rödd aö ofan er segir: — “hún er frelsuö.” Hér lætur skáldið ást k.onunnar veröa óhappaverkinu yfirsterkari—þó það væri móöurmorö—sem var framiö án ílls ásetnings. Mefistófeles segir að síðustu viö Faust:—“Hingaö, til inín.” og fer meö hann. Þaö er eins og skáldiö láti þetta kall: “Hingaö til mín!” vekja Faust og beina honum á nýja braut. I síöari hluta leiksins er hann hinn staríandi maður; verkiö og framkvæmdin eru honum alt; hann hefir markmiö aö ná, hugsjónir aö framkvæma. Meiningin er efalaust sú, að í starfinu liggi frelsunin frá hinum lægri hvötum og frá því ílla. I því finnur Faust fullnægingu þrár sinnar og krafta, sem hvorki vizkugruflið út í bláinn né heldur nautnalífiö gat veitt. Þegar Faust deyr, lætur skáldið englahendur hrífa hinn ódauðlega anda hans og bera hann þangað sem Margrét bíður hans, og endar svo meö þessum orð- um: “Þaö sem eyöist er aðeins líking; þaö sem aldrei næst, þaö skeöur hér; hið óútsegjanlega ei orðið framkvæmt. Afram og hærra af sál konunnar leiöumst vér.” Þetta er aðaldrátturinn í Faust, en inn í hann er ofiö afar miklu af lifsreynzlu skáldsins. Faust er verk heillar mannsæfi. Um 60 ár liöu frá því hann var byrjaður þar til hann var full- geröur. Allur síöari hlutinn var ritaöur á síöustu æfiárum Goethes, og ber ótvírætt með sér, að honum hefir veriö fariö aö fara aítur. Fyrri hlutinn er hinn eiginlegi sorgarleikur, hrífandi og tilkomumikill. Allur er leikurinn ein hin skýrasta mannlífs- mynd, sem nokkurt skáld hefir dregið. Hann er ódauölegt verk, ef nokkuð sem menn hafa hugsað má kallast þaö. Vér höfum séö aö Goethe gaf sig alla sína æfi viö ýmsum náttúruvísindum. Hann var vísindamaöur, þó skáldiö léti meira til sín taka. Meö því aö bera sarnan höfuðbein úr manni og ýmsum dýrum, fann hann, að rnaöurinn, eins og öll hryggdýr, hefir tvö bein í efri skoltinum. Aöur höföu inenn haldiö aö

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.