Heimir - 01.06.1911, Page 7

Heimir - 01.06.1911, Page 7
HEIMIR 223 Um þessa tillögu ræddu G. Árnason, Arnlj. Olson, Tillögu- maBur og stuöningsmaður. St. Thorson bar fram breytingartillögu að umræöum sé frestaö til næsta fundar. Stutt af B. B. Olson og samþykt. G. P. Magnússon lagöi til aö löggildingar máli sé frestað til næsta fundar, stutt af Rögn. Péturssyni og samþykt. B. B. Olson vakti máls á því ákvæði laganna sjöttu.grein, er tekur fram aö einn erindreki sé kosinn fyrir hverja fimtán meö- limi. Tók fram að talan fimtán væri of lág. H. Pétursson talaði um ináhð.kvaöst vera samþykkur því sem Mr. Olson hefði sagt, ennfremur að talan tveir minst og átta mest væri að sínu áliti heppilegust. R. Pétursson talaði um tnálið, sagði að nauðsyn- legt mundi reynast að breyta lögunum ef löggilding kæmist á. Ennfremur töluðu um málið G. Árnason, sem kvaðst álíta að talan fimtán væri of lág. Vildi ekki láta takmarka fjöldann að ofan. St. Thorson, sem einnig kvaðst álíta töluna of lága, en kvaðst vilja að talan væri takmörkuð að ofan. B. B. Olson lagöi til aö fundi sé frestað til kl. 2. Tillagan studd og samþykt. Athugasemd:—Kvöldiö áður,föstudagskvöldið,fiutti séra M. J. Skaptason fyrirlestur, er hann nefndi “Hvers vegna gengur hún svona hægt únítara skútan?” Voru margir viðstaddir, er hlustuðu með athygli á fyrirlesturinn, sem var vel og sköruglega fluttur. Að fyrirlestrinum loknum gerði G. Árnason tillögu um að fyrirlesaranum væri þakkað fyrir. Tillagan var studd af St. Thorson og samþykt með því að menn risu úr sæt-um sínum. Lagt var til þá af G. P- Magnússyni og stutt af B. B. Olson að kjörbréfanefnd sé kosin til að flýta fyrir störfum, samþykt. Séra R. Pétursson gerði tillögu um að forseti skipi nefndina. Stutt af G. P. Magnússyni og samþykt. Þessir voru skipaðir. Jóh. Sigurðssor, St. Pétursson Jónas Halldórsson

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.