Heimir - 01.06.1911, Síða 8

Heimir - 01.06.1911, Síða 8
224 HEIMIR II. FUNDUR Fundurinn var byrjaöir meö því aö séra R. Pétursson las kafla úr 12 kap. Rómverjabréfsins og sálmur var sunginn. Fundargerð frá síðasta fundi lesin, leiðrétt og san.þykt. Umræöurnar, sem frestaö hatöi verið á næsta fundi á undan, voru teknar upp aftur. St. Thorson tjáði sig því meömæltan aö þingiö ákvaröaöi aö Winnipeg skoöist sem stööugur þingstaöur. Eyjólfur Olson tók í sama streng, en æskti eftir aö heyra frá fulltrúum frá bygöa-söfnuðum. G. P. Magnússon sagöist álíta aö Winnipeg væri heppilegasti þingstaðurinn. Arnlj. Olson lét sömu skoðun í ljósi og lagöi til aö R. Pétursson, B. B. Olson og St. Thorson sé kosnir í nefnd til að íhuga máliö, G. J. Goodmundsson studdi tillögu Arnlj. Olsons og mælti meö Winnipeg sem stööugum þingstaö- Pétur Bjarnason benti á, að þinghald út um bygöir heföi haft talsverö gagnleg áhrif. G. P. Magnússon lagöi til að málið sé nú þegar sett í milliþinganefnd. Rögnv. Péturson tók fram aö málið yröi aö leggjast yfir til næsta þings, því þetta þing gæti ekki útkljáð þaö, þó nefnd væri sett til aö hafa þaö ineð höndum hér á þinginu. Benti ennfremur á, aö nokkuö mætti bæta upp skaöa þann, sem P. Bjarnason heföi haldið fram aö bygðirnar yröu fyrir, ef þingið yröi stööugt í Winnipeg, meö opnum trúmála-og ræðufundum. B. B. Olson baðst undan aö starfa í nefndinni og stakk upp á P. Bjarnasyni aö starfa í sinn stað. H. Pétursson geröi breytingartillögu að máliö sé íengiö í hendur fimm manna nefnd, sem einnig fjalli um löggilding og lagabreytingar, og leggi fram skýrslu á þinginu. Tillagan var studd af P. Bjarnasyni og samþykt. Forseti nefndi þessa í nefndina: R. Pétursson, P. Bjarnason, G. P. Magnússon, B. B. Olson og Guðm. Guömundsson.—Talsvert meira var rætt um málið frain og aftur og starf þessarar nefndar. Séra Rögnv. Pétursson vakti máls ástofnun hælis fyrir öreiga og umkomulaus íslenzk gamalmenni. Kvaðst álíta aö vér Unítarar ættum aö taka það mál á dagskrá vora, og lagði til aö

x

Heimir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.