Heimir - 01.06.1911, Page 11

Heimir - 01.06.1911, Page 11
HEI M I R 227 Skrifari skýröi frá, að hann hefði fært fundargerninga félag- sins frá byrjun inn í bók, en að fundargerningarnir frá fvrstu tv'eimur þingunum væru aðeins útdrættir bj'gðir á blaöafréttuin og greinuin, vegna þess að handritin væru glötuð. R. Pétursson lagði til að væntanlegri stjórnarnefnd væri falið að eignast öll únítarísk rit á íslenzku, sem út hafa verið gefin, og henni geíið vald að verja hæfilega miklu fé til að borga fyrir ritin, ef það reyndist óhjákvæmilegt. Tillagan var studd af P. Bjarnasyni og samþykt. R. Pétursson gerði tillögu um tíu mínútna fundarhlé. B. B. Olson gerði breytingartillögu, að fundi væri slitið og tekið til starfa aftur klukkan tíu f.h. á sunnudag. Brejdingartillagan studd af P. Bjarnasyni og samþykt. Fundi slitið. III. FUNDUR Fundur settur kl. hálf ellefu f.h. Séra G. Árnason las 13 kap. í fyrra bréfi Páls til Korintu- manna og sálmurinn nr. 512 var sunginn. Fundarbók var lesin og samþykt. Séra Rögnv. Pétursson lagði til að eftirfylgjandi mönnutn væri veitt málfrelsi: Brynj. Björnssjmi, Vald. Þorsteinssyni, Stefáni Eldjárnssyni og Pálma Stefánssyni. Tillagan var studd og samþykt. Endurskoðunarnefnd reikninga féhirðis og ráðsmanns “Heimis” lagði fram eftirfylgjandi skýrslu: “Herra forseti:-Endurskoðunarnefnd þingsins hefir yfirfarið skýrslu féhiröis kyrkjufélagsins og fundið hana rétta að vera. Einnig hefir nefndin yfirfarið tekju og útgjalda bók gjald- kera Heimis og fundið hana rétta aö vera, að svo miklu leyti sem hægt er að gera sér grein fyrir af þeim gögnum, er fyrir lágu. Nefndin álítur, að heppilegra væri að féhirðir Heimis

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.