Heimir - 01.06.1911, Qupperneq 21

Heimir - 01.06.1911, Qupperneq 21
HEIMIR 237 bezt væri aö fá efnarnenn til að gefa svo um munaöi, en sem betur fó hélt nefndin sér viö þá aðferðina. aö setja upphæðina, sem hver einstaklingur var beðinn um, svo lágt, að engan munaði um að gefa. Þetta var lang-skynsamlegast. Með því vanst tvent: að samskotin urðu nokkurn vegin almenn, og að 'engir, gátu gefið í því skyni að láta á sér bera. Þá voru ekki heldur allir á eitt sáttir um að minnisvarði væri það bezta sem íslenzka þjóðin gæti fengið til minningar um Jón Sigurðsson. Raddir heyrðust, sem sögðu að hyggileg- ast væri að stofna einhverja sjóði, sem seinna mætti nota, er bæru tiafn hans. En sú hugmynd fékk, sem betur íór mjög lítiö svigrúm, því bæði var meiningin heima á Islandi frá byr- jun sú, að minnisvarði yrði reistur, og sömuleiðis voru flestir hér vestra á þeirri skoðun, að það ætti bezt við, væri reyndar alveg sjálfsagt. Minningarsjóðir til að efla mentun og menn- ingu eru ágætir, en rninningin geymd í fögru listaverki, háleit og upplyftandi fyrir öll landsins börn er þó betri. Þó íslenzka þjóðin sé fátæk getur hún ekki fremur en aðrar menningar- þjóðir sökt sér svo ofan í búhyggju, að hún meti listina lítils, eða hugsi fyrst urn sparnað, þegar um það er að ræða, að halda á lofti minningu sinna beztu tnanna. Sainskotin hér vestra gengu vel, um það ber öllum saman. Ilefðu samt mátt ganga betur, sérstaklega hér í Winnipeg, ef rétt aðferð hefði verið notuð við söfnunina. En hvað um það, árangurinn var góður og sýnir sanna ræktarsemi við föðurlandið, sem er þó naumast meira en nafnið eitt fyrir all-marga sem hér eru taldir Islendingar. Og nú eigum vér Vestur-Islendingar að fá minnisvarða. Nefndin heima lætur steypa tvær styttur og sendir oss aðra að gjöf- Þakkir á hún skilið fyrir það. Ánægjulegri hefði viður- kenningin fyrir þátttöku vora í kostnaðinum ekki getað verið. Vér verðum að fá varðanum góðan stað að standa á, og búa sómasamlega um hann.

x

Heimir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.