Heimir - 01.06.1911, Page 22

Heimir - 01.06.1911, Page 22
238 HEIMIR Engin skotaskuld ætti aö verða úr því. Hér í bænum eru t.d. nógir staðir vel til þess fallnir. Mest ríöur á aö myndin sé þar sem flestir, bæöi íslendingar og aðrir sjá hana. Þaö væri ekkert vit í aö koma henni fyrir í einhverjum afkyma, eins og t.d. einhverstaöar úti í Gimlikjördæmi, þar sem engir sjá hana nema heimamenn. Þó var stungiö upp á því, að því er viröist’ í alvöru, af ritstjóra Heirnskringlu, sem, eins og kunnugt er, er þingmaður fyrir Giinli kjördæmiö í fylkisþinginu. Hvaö átti annars þetta mál skylt viö nokkurt kjördæmi ? Þaö aö íslend- ingar í Gimli kjördæminu gáfu tiltölulega mest stafar af því aö þeir eru margir hverjir búnir aö dvelja hér skemur en fólk í öörum bygöarlögum og hafa þarafleiöandi meiri áhuga fyrir öllu sem gerist á íslandi. Einnig hefir veriö stungiö upp á, aö Islendingar kæmu upp skemtigarði fyrir sjálfa sig einhverstaðar í grend viö bæinn og varðinn yrði settur þar. Á skemtigarði fyrir íslendinga er ekki þörf, enda mundi það verða kostnaðarsöm skemtun. Enn- fremur yröi allt sem þar væri sett hulið flestum nema Islending- um og mörgum Islendingi líka. Minnisvarðinn, þegar vér íáum hann, veröur aö setjast á opinberan staö, þar sem allur allmenningur sér hann, og í urn- hverfi, sem er honum samhoðið. Hann er til þess gerður að halda minningu þessa óskabarns þjóöarinnar á lofti, og sá til- gangur næst á engan annan hátt en þann, aö hann veröi stöö- ugt fyrir augum sem flestra, sem af íslenzku bergi eru brotnir, og hinum, sem þaö eru ekki, gæti hann máske orðiö hvöt til að fræðast eitthvað um land vort og þjóð.

x

Heimir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.