Heimir - 01.08.1911, Blaðsíða 9

Heimir - 01.08.1911, Blaðsíða 9
H E I M I R 273 Wendlands Die Hellenistisch-Römische Kultur in ihren Be- ziehungen zu Judentum und Christentum (Grísk-róm verska menningin í sambandi viö gyðingatrúna og kristindóminn). A þeirri bók er mikiö, sem hér fer á eftir, bygt. Þegar vér lítum til baka yfir viðburöi sögunnar, þá hneig- jumst vér máske aö þeirri skoöun, aö þaö sem skeöi, hafi verið hiö eina sem skeö gat, undir kringumstæöunum, aö þaö hafi veriö na.uösynlegar afieiöingar þeirra orsaka sem þá voru. En aukin þekking og möguleikarnir, sem vér fáum meö henni, að í- mynda oss aö vér lifum þegar og þar sem viöburðirnir, sem um er aö ræöa áttu sér staö, veikir vanalega þá skoöun. Vér getum gert oss grein fyrir kringumstæöunum, sem áttu sér staö, þegar viðburðirnir skeöu. En um leiö og vér gerum þaö sjáum vér, aö aörir möguleikar voru einnig fyrir hendi, sem kringumstæö- urnar voru jafn haganlegar fvrir. Þeir af Gyðingum, sem utan Gvðingalands bjuggu, vorti dreiföir víöa um hiun grískumælandi heim. Alstaöar, þar sem þeir settust að, tóku margir hinna beztu manna eingyðistrú þeirra; því skyldu þeir ekki hafa snúið heiminum til gyöingatrú- ar? Sigurvinningar Rómverja höföu meöal annars í för meö sér útbreiðslu Mithra-trúarinnar í hernum og meðal borgaranna í Róm. Utbreiðsluafiið, sem í þeirri trú var faliö, heföi, eins og rannsóknir franska fræöimannsins Cumonts sýna, átt aö nægja til aö útbreiða hana um heim allan; en samt tók fyrir útbreiöslu hennar. En framar öllu ööru haföi keisaradýrkunin, á dögum keis- araríkisins, þar sem hún var ímynd ríkiseiningarinnar, stuöning stjórnarinnar og ákveöiö samþykki lýösins; hvaö gat staðið henni fyrir þrifum? Þetta voru nokkrir af rnöguleikunutn. Hvernig voru kring- umstæöurnar, sem þessar og aðrar stefnur voru undir, eöa öllu heldur uröu aö vinna á? Fyrst verðum vér aö taka eitt til greina, sem var . óhjákvæmilegt til þess aö nokkur ein trúarbrögö gætú oröiö almenn i hinum forna heimi. Þaö viröist vera rnjög ein- falt skilyröi. Það var, aö heimurinn þá myndaöi eitt samfélag, eina heild. Og þaö sem sameinaði heiminn var ekki þaö aö

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.