Heimir - 01.08.1911, Blaðsíða 10

Heimir - 01.08.1911, Blaðsíða 10
74 HEIMIR hinn laut einni stjórn, því sameiningin byrjaöi áöur en róm- verska ríkiö varö til. Þessi sameining var ekki afleiöing róm- veisku ríkisheildarinnar, þvert á móti ruddi hún brautina fyrir Róm í ætlunarverki hennar í heiminum, nefnilegaað birta heims- ríkis hugmyndina þar sem þjóöerni þryti; heimstrú, er tæki viö af öllum þjóötrúin; eitt lagakerfi, rómversk lög, er burtrýmdi öllum öörum. Þessi sameiningarstefna er þaö, sem nefnt er grísk menning (hellenismus) og útbreiösla hennar út fyrir heim- kynni sín meö áhrifunum, sem því fylgdu. Ný skoðun — og ekki síöur nýtt skoöanakerfi, eins og þaö sem barst meö grísku menningunni út í heirninn, — hlýtur aö fá á sig blæ af því sem hún hefir áhrif á, líkt og hönd litarans af litnum. Til þess aö almenningur taki viö henni má hún ekki vera fyrir ofan almenn- ing; eöa máske væri rétt aö segja, að hugir almennings grípi )>aö sem þeir geta og á þann hátt sem þeir geta — almenningur getur aö eins skiliö, meö því, aö nokkru leyti aö minsta kosti, aö misskilja. Utbreiösla grísku menningarinnar um heiminn byrjaöi fyiir daga rómverska ríkisins, meö tilraun Alexanders mikla, sein rnishepnaðist, aö mynda a'.sherjar einveldi. Þó til- raunin mishepnaöist stjórnmálalega, opnaði hún samt grísku inenningunni vegi til. friösamlegrar útbreiöslu: grískt mál og grískur hugsunarháttur bárust alstaðar, og frjóvguöu hinn and- lega jaröveg. Hreyfing þessi gaf forna heiminum eina menning, sem var ekki staðleg heldur allsherjar, innblásin af grískri hugs- un og opinberuö á grfsku máli. Þaö er varla nóg aö segja, aö forni heimurinn hafi átt ein- ingu sína grísku inenningunni aö þakka. Gríska menningin geröi hann aö nýjum heimi. Það að heimurinn eignaðist sam- eiginlegt mál vakti meövitundina um skyldleika mannanna. Hio forna gríska skifting heimsins í Grikki og útlendinga gat ekki haldist viö undir grísku menningunni. Hin eina skifting, seio Eratosþenes gat kannast viö var ekki Grikkir og útlendingar, heldur “góöir og illir’'’. Ef gríska menningin þannig eyddi gömlum sundurgreiningum, ef hún miöaöi til aö jafna yfir, þá voru sundurgreiningarnar, sem hún jafnaöi, í öllu falli þær, er stóöu þroska meövitundarinnar um skyldleika manna fyrir þrif-

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.