Heimir - 01.08.1911, Blaðsíða 13

Heimir - 01.08.1911, Blaðsíða 13
H E 1 M I R 2 77 Cicero og Tacitusi*. Siöaspillingin í Róm haföi afturhvarf í för meö sér, setn var í því falið aö siðfræöileg heimspeki var gerö fjöldanum aðgengileg meö því aö hún var prédikuö einstaklingn- utn, og einstaklingurinn var spuröur þessara spurninga: hver ertu? til hvers ertu? hver er köllun þín? Þetta starf var unniö meö prédikunurn á sölutorgum og stætum úti. Það var trúboö, sem Stóíkarnir héldu uppi. Fyrir oss er þaö eftirtektavert vegna þess aö farvegirnir, sem þaö myndaði, uröu farvegir fyrir krist- indóminn, sem eftir þeim rann með hraöa út um hiö rómverska ríki, sent mönnum hefir hingað til virst óskiljanlegur. Sá setn fiutti kenningar Stóikanna varö, eftir því sem Epik- tet segist frn, aö vera sannfærður um aö hann væri sendiboöi sendur af Seifi til mannanna. Hann átti engar eignir aö hafa, ekki ráöa yfir neinu r.é hafa heimili. Ef hann var sleginn eöa veitt árás, þá átti hann aö elska þann, sem á hann réðist, eins og bróöur sinn. Hvorki vinir né eiginkona máttu aftra honum frá aö hlýða köllun sinni. Þessar kenningar undirbjuggu efiaust þá. sem þær náöu til, fyrir kristindóminn. Þær voru undirbún- ingur fagnaöarboðskapar (praeparatio evangelii). Stóiska heim- spekin undirbjó jaröveginn, sérstaklega meö kenningu sinni um persónulega ábyrgð vondra verka. Hún hefir skiliö eftir ein- kenni sín, jafnvel í bréfum nýja testamentisins. Ef vér viljum fá hugmynd um stóiskan strætaprédikara, þá getum vér það með því aö kynna oss 17 kapítulann í postulasögunni, sem segir frá aö Páll postuli hafi talaö á hverjum degi á kauptorginu í Atenu- borg, ekki aö eins til Gyöinga, heldur allra, sem á hann vildu hlusta; og jafnvel aörir strætaprédikarar hlustuöu á hann, Stó- ikar og fylgjendur Epikúrs. Margir þeirra snérust til kristinnar trúar. Það sem Agústín kyrkjufaöir segir um þá síöar, á viö þennan tfma líka; kyrkjan kraföist þess ekki aö þeir skiftu um liætti og starfsaöferö. Eölilega komu þeir sem tóku kristna trú, ekki aö eins meö hætti sína frá sínu fyrra starfi heldur einnig vitsmuni sína og hugsunarhátt, og óafvitandi en óhjákvæmilega löguöu þeir kristindóm sinn eftir honum. Síöar meir viöurkendi Ró-jiversk skáld, ræöuskörungr.r og sagufræðingur.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.