Heimir - 01.08.1911, Blaðsíða 21

Heimir - 01.08.1911, Blaðsíða 21
HEIMIR 285 atvik daga er eiga að koma! Sá þar flykking fólksins vestur fólks af ókunnugum þjóöum. Landiö alt varð fult af fólki fölu, þreyttu og sístritandi, fólki er mœlti fjölda tungna, en fann til einnar sömu skyldu. Þeirra axir þrumdu í skógnum, þorp og bœir fyltu dali. Yfir vötn og ár og síki œddu þeirra stóru snekkjur. Aöra sá ég dimmri draumsýn dapra, sem í þoku-úöa. Þaö var sundrung þjóðar minnar, því hún gleymdi mínum ráöum. Osáttfúsa og afturfarna eigin þjóö í hnignun sá ég hopa vestur hrakta og arma, hröklast eins og ský í vindi, líkt og skrælnuö lauf á hausti. — S K Ý R I N G , Hiawatha, sem þýöir: “hinn vitri maöur" eða “kennar- inn’’, var samkvæmt þjóösögnum Indíána leiötogi Ojibway ættkvíslarinnar á suðausturströnd Superior vatnsins. Hann er goðborinn í föðurætt, sonur Mudjekeewis, sem “hinn Mikli andi’’ setti á himininn til að gœta vestanvindarins. Hiawatha er sendur þeim til að kenna þeim innbyröis friðsemi og nýjar veiöi- aðferöir. Hann kennir þeim einnig að byggja báta (næfur- snekkjur), myndaletur og kornrækt. Alt sem miðar í menning- ar átt eigna þeir Hiawatha og álíta það guödótnlegt. Hann heitir og öörum nöfnum hjá öðrum ættkvíslum, svo sem Micha- bon, Chiabo, Manabozo, Tarenyawagon o. fl.

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.