Heimir - 01.03.1914, Blaðsíða 5
HEIMIR.
125
Winnipeg, 19. júní, 1914
Til hins áttnnda þings hins Unitariska Kyrkjufélags Vestur-lslend-
inga.
Með því að starfi sá sem eg nú hefi með höndum leyfir mér með
engu móti að takast ferð á hendur úr bænum og vera fjærverandi
um þi'já daga samfleytt, verður mér ómögulegt að þessu sinni að
sitja þetta þing vort. Sakna eg þess að mörgu leyti, því þetta verður
hið fyrsta þing félags vors frá því það myndaðist er eg hefi ckki
getað setið. Bið eg forseta að skila kveðju minni til þingsins og
hugheilustu árnaðaróskum-
Virðingarfylst,
RÖGN. PÉTURSSON
B. B. Oison lagði til og N. Hailsson studdi, að bréf þetta sé
fært inn í gjörðabók þingsins. Samþykt.
Kjörbréfanefndin gaf tilkynningu um að tveir fulltrúar frá
Grunnavatnssöfnuði: Guðm. Þorsteinsson og Jón Straumfjörð væru
komnir á þingið, og lagði til að þeim væri veitt sæti. Samþykt.
Þá iagði féliirðir “Heimis” fram cftirfylgjandi skýrslu yfir tekj-
ur og gjöld blaðsins á sfðastliðnu ári:
Tekjur:
I sjóði 1. apríl, 1913....................$102.05
Inn komið frá áskrifendum............... 143.60
Inn komið fyrir auglýsinar.............. 100.00
Inn komið fyrir húsaleigu............... 100.00
v Als.......$445-65
útgjöld:
Borgað fyrir prentun VIII. 12, IX. 9, pp. 286 $324.65
Burðargjald og express-gjald frá Gimli.... 15.00
Fyrir innheimtu og að bera blaðið út í Win-
nipeg (Sigm. Long)...................... 11.30
Aðgerðir á húseign blaðsins.................. S.60
I sjóði 15. júní, 1914...................... 86.15
Alls......$445.65
■Útistandandi fyrir auglýsingar og húsaleigu $200.00
B. B. Olson iagði til og séra A- E. Kristjánsson studdi að
skýrslan væri samþykt. Samþykt.