Heimir - 01.03.1914, Side 19
HEIMIR.
139
sinnar “skal hún fjötruö og talin með þrælunum”. Ekki má selja
hana, nema liún einnig sé harnlaus. I hessu sambandi má minna á
söguna af Hagar í sextánda kap. fyrstu Móse bókar.
Lögin um arftöku cru sanngjörn og réttlát. Til dæmis, ef
maður hefir gifst tvisvar og á tvéer fjölskyldur, tekur hver fjölskylda
heimanmund móður sinnar, og eignum föðursins er skift jafnt á
milli beggja. Ef maður hefir gert börn ambáttar sinnar að löglegum
erfingjum sínum meðan hann var á h'fi, þá fá þau hluta af eignum
hans næst á eftir skilgetnum börnum. Ambáttin og börn hcnnar fá
ávalt freisi við dauða mannsins. Sérstök ákvæði eru viðvíkjandi
dóttur hjákonu. Ef hún giftist mcðan faðir hennar er á lífi og fær
heimanmund, getur liún engar frekari kröfur gert til fjármuna hans;
en fái hún ekki heimanmund frá föður sínum, eru bræður hennar
skyldir til að sjá henni fyrir honum og útvega henni mann.
Svlki maður stúlku, missir liann brúðarverðið, sem hann hefir
borgað fyrir hana. Ef faðir stúlkunnar hættir við að gifta hana
þeim, sem liann hefir lofað henni, verður iiann að borga brúðar-
verðið tvöfait til baka. Ef rógburður hefir valdið miskiíð milli föð-
ur og mannsefnis, má sá sem kom rógburðinum af stað ekki giftast
stúlkunni.
Lögin viðvíkjandi konum sem eru ósjálfbjarga vegna ein-
hvers sjúkdóms, eru mjög mannúðleg. Maðurinn má giftast annari,
en hann verður að sjá fyrri konu sinni fyrir lífsnauðsynjum meðan
hún lifir; nema hún vilji heldur kalla eftir hcimanmund sínum og
fara heim tii föður síns aftur. Þess má geta, að gift kona var ávalt
talin að tiiheyra fjölskyldu föður síns og var jafnan kend við liann,
en ekki mann sinn.
Ef þræll gekk að eiga dóttur frjáls manns (sem sjálfsagt liefir
verið mjög sjaldgæft) þá gekk helmingurinn af eignum þeirra beggja
til eiganda þrælsins, þegar þrællinn dó; en aldrei gat eigandinn
gjört nokkurt tilkail til barna þeirra.
Ógift stúlka gat aldrei kosið sér mann, en kona, sem einu sinni
hafði gifst, livort sem hún var ekkja eða skilin við mann sinn gat
ráðið hverjum hún giftist, aðeins mátti ekkja, sem liafði ung börn
fyrir að sjá ekki giftast aftur án samþykkis dómara, og varð dómar-
inn að grennslast eftir livort seinni maðurinn gæti og viidi ala
börnin upp á viðeigandi liátt. Eignir fyrri mannsins voru þá
verðlagðar og gcymdar börnum hans með löglegum samningi.