Heimir - 01.03.1914, Blaðsíða 10

Heimir - 01.03.1914, Blaðsíða 10
130 H E IMIR. Skrifari sagði frá, að á síðastliðnu hausti hefði verið stofnaður Canadian Conference, sem ætlast væri tii að næði út yfir alla únítar- iska söfnuði í Canada. Tilgangurinn með stofnuninni væri sá, að sameina alla únítariska söfnuði í Canada, sérstaklega hina enskumælandi í eina heild. ó. Pétursson gerði tillögu sem að forseti skipaði 3 manna út- nefningarnefnd. Tillagan var studd og samþykt. Forseti skipaði þessa í nefndina: Níels Hallsson, Guðbr. Jörundsson og Jónas Halldórsson. Skrifari lagði til og P. Bjarnason studdi, að fundi væri slitið og aftur tekið til starfa kl. 10 næsta morgun. Samþykt. Fundi slitið. IV. FUNDUR. Pjórði fundur var settur kl. 11 f.h. sunnudaginn, 21 júní, séra A. E. Kristjánsson las 13 kap. í fyrra Korintubréfinu og sálmurinn nr. 518 í sálmabókinni var sunginn. Skrifari las fundargjörð síðasta fundar og var hún staðfest. Nefnd sú, sem sett var til að íhuga útbreiðslumálin, lagði fram eftirfarandi nefndarálit: Nefnd sii, scm skipuð var til að athuga útbreiðslumálin, leyfir sér hérmeð að leggja fram svoliljóðandi álit. Á þessum tíma eru aðeins tveir starfandi prestar innan kyrkju- félagsins, er þjóna söfnuðum í Winnipcg, Mary Hill og við Grunna- vatn, og er tími þeirra að fullu upptekinn í þjónustu þessara safnaða. Svæðið, sem liggur að Manitobavatni mætti auka út norður með vatninu, og virðist nefndinni tfltækilegast undir nú- verandi kringumstæðum, að ætla presti þeim, er þjónar á þessu svæði að sinna útbreiðslumálum þar, að svo miklu leyti sem hann getur komið því við tímans vegna. Það sem nefndinni virðist mest til hindrunar útbreiðslustarfi félagsins er skortur á starfandi prestum. Af þeim svæðum, þar sem nefndinni virðist þörf á og möguleik- ar til kyrkjlegrar starfsemi, finst henni sjálfsagðast að líta fyrst til þeirra, er starfsemi liefir verið hafin á, en lagst niður aftur vegna

x

Heimir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.