Heimir - 01.03.1914, Side 13

Heimir - 01.03.1914, Side 13
H E I M I R . 133 koma frá söfnuðinum sjálfum. Þar væri vandi við að eiga nú cina og ávalt liefði verið. B. Pétursson kvaðst fyrir sitt leyti álíta að safnaðarmálin á <jrimli yæru ekki eins erfið viðureignar og álitið væri. Sagðist ekki sjá neitt athugavert við að senda séra Rögn- Péturssyni tilmæli eins og þau sem í tillögunni fælust. Séra A. E. Kristjánsson sagðist álíta, að tillagan kæmi í bága við grundvallarstefnu félagsins og l>að fyrirkomulag, sem l>að ávalt hafi stjórnast af. B. B. Olson mótmælti l>ví, að tillaga sín kæmi á nokkurn hátt í bága við grundvallarstefnu félagsins. Nokkrar fleiri umræður urðu um málið. Uppástungumaður bað um leyfi að bíða með tillöguna l>ar til skýrsla útnefningarnefndarinnar hefði verið lögð fram. B. B- Olson lagði til að fundi væri slitið og tekið aftur til starfa kl. 1. Samþykt. Pundi slitið. V. FUNDTJR Fimti fundur var settur kl. 1 e.h. 21. júní. Skrifari las fundar- gjörð frá síðasta fundi og var hún samþykt. Útnefningarnefndin lagði þá fram eftirfylgjandi nefndarálit. Nefnd sú, er kosin var til að útnefna embættismenn hins Úni- tariska Kyrkjufélags Vestur Islendinga næsta kjörtímabil, leyfir sér að leggja til að þessir séu kosnir: Forseti—Skafti B. Brynjólfsson, Winnipeg- Varaforseti—Séra Albert E. Kristjánsson, Lillesve, Man. Skrifari—Séra Rögnv. Pétursson, Winnipeg. Varaskrifari—Séra Guðm. Árnason, Winnipeg. Eéhirðir—Hannes Pétursson, Winnipeg. Pield Agent—Séra Rögnv. Pétursson Útbreiðslustjóri—Björn B. Olson, Gimli. Meðráðendur—Guð. Guðmundsson, Mary Hill; Pétur Bjarna- son, Otto; Einar E. Jónasson, Gimli.

x

Heimir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir
https://timarit.is/publication/440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.